Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 40
362 Ferðaminningar. IÐUNN reknir verkamenn í bláum duggarapeysum binda ferj- una og koma landgöngubrúnni fyrir á sinn stað. Síðan streyma farþegarnir á land eins og fé úr kvíum. Á hafnarbakkanum er heílsazt og kysszt, faðmazt, grátið af gleði yfir því að hittast eftir tveggja daga skilnað* Stórtorgið í Máimhaugum. vandræðazt og fjasað yfir því, að væntanlegir gestir hafa ekki getað komið, eins og gert hafði verið ráð fyrir, gaulað upp af gleði yfir því, að aðrir óvæntir ættingjar hafa komið o. s. frv. Eg reyni að lenda í flasinu á saumavéla-umboðs- salanum, og eftir skamma stund drattast sérstök hafnar- lest með okkur farþegana og þá, sem hafa komið að fagna okkur, upp að aðaljárnbrautarstöðinni í Málm- haugum. En nú kemur nokkuð sviplegt fyrir. Saumavéla- umboðssalinn stígur út, og það er ekki um að villast, að hann er mér gersamlega tapaður — hugsa sér —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.