Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 46
368 Ferðaminningar. IÐUNN að herðarnar eru á lofti. Og enginn maður getur sofið vært með því móti, að láta ca. þriðjung af efra búki sínum hvíla á hnakkanum einum. Ekki er heldur nein leið að hafa hausinn undir þessari bölvaðri hornbrík, því að þá er séð svo til, að hann verði að lafa niður, og enginn ódrukkinn maður leggst til svefns með haus- inn lafandi niður af húsgögnunum. Mig grunar, að þessi brík eigi að tákna það, að ef maður sé upp á það kominn að sofa á þessari tólf tíma járnbrautarferð, þá geti maður keypt sér rúm í svefn- vagni, og þessi grunur minn styrkist óneitanlega við það, að nú rekur einn af lestarþjónunum nefið inn úr dyragættinni og spyr eins og sá, sem valdið hefir, hvorl menn óski eftir svefnvagnshvílu gegn aukaborgun. Mað- urinn hefir valið sér hið heppilega augnablik, þegar engill svefnsins er nýbúinn að ljósta okkur — farþegana á þriðja — með töfrasprota sínum, og einir þrír eða fjórir af klefanautum mínum láta sér segjast og drattast út á eftir honum til að ná sér í svefnvagn. En eg ligg kyrr og held áfram að hugsa um bríkina, sem er undir hnakkanum á mér. Hvers eigum við að gjalda á þriðja farrými að mega ekki leggjast þrautalaust til svefns á hörðum trébekk, ef rúm leyfir? Eg hefi ferðast dag eftir dag á öllum farrýmum í járnbrautum Evrópu og þekki allt skíttið. Ef þú ert hálfblankur, þá færðu venjulaga þriðja flokks vagn með hörðum og ávölum trébekkjum, sem að vísu má vel leggjast til svefns á, ef þessi hag- fræðilega hornbrík væri ekki. Þetta er sannarlega leitt, þó að ekkert sé við því að segja eins og allt er nú í garðinn búið. Ef þú gengur tíu faðma fram eftir Iestinni og lítur þar inn í vagn um þetta leyti sólarhringsins, þá sérðu þægilega bólstraða bekki, sem sofa má á í öllum hugs-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.