Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 49
IÐUNN
Ferðaminningar.
371
sagt: Málið þolir enga bið fremur en ráðahagur ógifts
kvenmanns, sem stendur á fertugu.
Nú hægir lestin allt í einu á sér, og eg heyri háreysti
og gauragang úti á ganginum. Það er ekki um að vill-
ast, að eitthvað hefir komið fyrir, því að allt virðist
vera í uppnámi.
Eg þýt undir eins út úr vagnklefanum og fram á
ganginn. Þar mæti eg slangri af þriðja flokks farþegum
með barefli í höndum. Þegar eg gæti betur að, sé eg,
að þeir hafa brotið hornbríkurnar af bekkjum sínum,
og nú æpa þeir hver í kapp við annan:
Niður með allar hornbríkur. Vér heimtum bólstruð
sæti eins og inni á öðru farrými, græna bekki, fjólubláa
bekki, rauða bekki. Síðan ryðst öll hersingin að glugg-
unum, þar sem á er letrað, að menn sé varaðir við
yfirvofandi eldhættu. Og uppreisnarliðið reiðir bríkurnar
til höggs og mölvar rúðurnar, en síðan hendir það
hornbríkunum út um brotna gluggana. Og nú skeður
furðulegur atburður: Bríkurnar breytast í loftinu í stóra
eldibranda og kveikja í skóginum, sem við erum að aka
í gegnum. Fuglarnir fljúga gargandi upp í loftið, og
skógardýrin flýja í hópum. Skógurinn logar. Skógurinn
skíðlogar. Lestin herðir á sér, og við æðum gegnum
brennandi skóginn.
í sárri angist gríp eg höndunum um höfuðið, en um
leið vakna eg við það, að ungur, skegglaus Svíi rekur
höfuðið inn í dyragættina og býður brosandi upp á kaffi
au lait fyrir 35 aura og kaffi með kökum fyrir 85 aura.
Eg brölti á fætur með sáran verk í hnakkanum undan
hinni margumræddu hornbrík. En nú er að nudda stýr-
urnar úr augunum og fá sér síðan ósvikið sænskt morgun-
kaffi. Eg hefi líklega sofið í ein þrjú kortér. Klukkan
er orðin fimm að morgni, og það er orðið albjart úti.
--------Nú líðum við norður landið, þar sem skógar,
vötn, lægðir, dalir, akrar og beitilönd skiftast á. Maður
er hálft í hvoru eins og heima hjá sér hérna, en það
er maður nú reyndar víðast hvar í Norður- og Mið-Evrópu.
Nú nemur lestin staðar eitt andartak og varpar mæð-
inni, og blaðsöludrengir með glæný morgunblöðin frá
Stokkhólmi ryðjast inn í vagnana.