Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 50
372 Ferðaminningar. IDUNN Það þarf ekki lengi að horfa á þessi blöð til þess að ganga úr skugga um, að maður er kominn langt frá Kaupmannahöfn og hinum danska blaðaheimi. Það er ekki nóg með, að málið er hér gagnólíkt — það var naumast að tungurnar greindust — hér er bókstaflega allt með gerólíkum blæ. Maður sýnist vera kominn allfjarri iðusveipum Mið-Evrópumenningarinnar, þar sem vélræn fágun birtist oss jafnvel í lélegustu blaðagreinum. Akurlendi í Svíþjóð. En hér virðist einhver máttug, ósýnileg og íhaldssöm þjóðernisvættur vaka yfir. Og manni verður á að hugsa: Hve nær sleppir hún takinu og verður að steini í hinum alla vega litu vafurlogum vélamenningarinnar? Hve nær gefur hún allt á vald hraðanum og rótleysinu, þar sem öll- um málum er steypt saman og ekki er fengizt um annaðen gera menn fyrst forviða og fá þá síðan til að opna pyngjuna. En nú er það óperan. Það má ekki seinna vera. Næst síðasta óperukveld í vor í Stokkhólmi, og niðursett verð í þokkabót: Ðetri sæti á gólfi með svipuðu verði og trébekk- irnir uppi í hanabjálka í leikhúsinu, sem eg var í á dögunum. — — — Og nú rennur lestin gegnum Södermalm, yfir Malarbrúna, fram hjá ráðhúsinu og líður síðan hægt inn á hina fögru járnbrautarstöð Stokkhólms. Framh. Sigurður Skúlason.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.