Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 53
IÐUNN
Frægasta bókin og hin nýja líffræði.
375
sambandi að tala um skygni, hina mjög svo misskildu
skygni (Hellsichtigkeit, clairvoyance). Skygnin er ekki
nein gáfa, sem á upptök sín í manninum sjálfum; þar
er það annað vit en mannsins sjálfs, sem kemur til
greina — vit veru, sem miklu þroskaðri er en menn-
irnir í því efni, og lengra komin að þekkingu. Skygnin
er sambandsgáfa, líkt og hið meira vit, sem vér höfum
stundum í svefni. En í framfylkingunni, á vígstöðvunum,
verður miklu auðveldara um slíkt samband en annars-
staðar, af því að allir eru þar svo samstiltir, allir með
einum huga gagnvart háskanum, auk annars, sem telja
mætti, og miðar til að auka samstæðið. Hér sást einu
sinni á kvikmynd ljónaveiði naktra svertingja. Aður en
þeir leggja upp í þá háskaför, stíga þeir danz saman
mjög ákafan, og þar er alls ekki um þýðingarlausa at-
höfn að ræða, því að vegna þessara samhreyfinga
magnast þeir auðveldlegar frá þeim lífstöðvum, sem þeir
eiga samband við, og verða bæði vitugri, hugaðri og
sterkari en vanalega. Hjá dýrunum er þetta samband
við hinar magnandi lífstöðvar miklu fullkomnara en hjá
mönnunum, vegna þess, hve miklu samstiltari þau eru,
og heilinn einfaldari. En hið tilsenda vit einbeinist þar,
eftir þörf dýrsins. Það er t. d. vegna slíks sambands-
geisla, vegna slíkrar þátttöku í æðra viti, sem farfugl-
inn suður í Afríku eigi einungis veit, hvar leita skal
íslands, heldur einnig, hvernig hér viðrar. Og á því er
hin mesta þörf, að þesskonar samband verði hjá mönn-
unum miklu fullkomnara en er, og má nú sjá leið til
þess, að það geti orðið. Ein afleiðingin væri sú, að
slysum mundi fækka mjög mikið. Námumenn ætla t. d.
til vinnu sinnar neðanjarðar, þar sem bíður þeirra hinn
hræðilegasti dauðdagi, sakir sprengingar. Fyrir sam-
bandið hafa menn örugt hugboð um hættuna, nauðsyn-