Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 57
IÐUNN Frægasta bókin og hin nýja líffræði. 379 bandi má ná við hina óendanlegu uppsprettu kraftarins. Það, sem þá verður, er það sem ég hefi nefnt Hyper- zóon — það líf, sem hefir náð fullkomnu samstæði og þó fullkomnu sjálfstæði. Þar verða, vegna hins fullkomna samstæðis, allir kraftar tilverunnar á valdi hvers ein- staklings. Framþróun lífsins á að vera í því fólgin, að stefna æ betur og betur að þessu takmarki. Það, sem miðar í áttina til hinnar æðri lífheildar, er gott og eftir- sóknarvert, en ilt það, sem spillir fyrir að hún geti orðið. Fyrir mannkyni vorrar jarðar liggur nú að komast bráðlega á hina réttu leið. Mundi skemst vera eftir sögu þess, ef það gæti ekki orðið. En mjög áríðandi spor í rétta átt er að skilja, að sambandskraftar lífsins eru svo miklir, að þeir brúa jafnvel geimdjúpin milli himinhnattanna, og öðlast þá jafnframt glöggan skilning á því, hvernig öll trú er til orðin fyrir slíkt samband, trúin á guði og djöfla, á himnaríki og helvíti, og hvernig styrjaldir miða mjög til að auka samband við hina verstu staði og magnan frá hinum verstu verum, slíka, sem er svo aðdáanlega lýst í hinni frægu bók Remarque’s. 12. nóu. Helgi Pjeturss.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.