Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 59
IÐUNN Fálkinn. 381 ennþá litraði af veiðihug, var lyft upp á hanzka hús- bónda síns með lafandi vængi og hettu dregna fyrir augu. Oft fylgdist hann með fálkurunum inn í garðinn á bak við höll herra Enguerrands og sá þá baða gulu fæturna á veiðifuglunum í málmskálum og þurka þeim síðan vand- lega með dúkum, sem voru með fangamarki hvers um sig, eins og þeir væru kóngabörn. Og hann sá þá strjúka þeim blíðlega um hálsinn, þangað til þeir lygndu aftur nöktum augnalokunum og hölluðust dreymandi að öxl gæzlumannsins. Og Renaud hefði feginn viljað gefa tíu ár af ævi sinni eða einn af sínum tíu fingrum, til þess að mega halda þeim þannig, þessum þóttafullu, þögulu dýrum, en það var ekki öllum veitt, því að þetta voru tigin dýr. Hver fálki hafði sinn sérstaka hanzka, sem var flúraður eftir tignarstigi hans, hver þeirra hafði sína útsaumuðu hettu og sérstaka fæðu, og menn töluðu til þeirra á einkennilegu, fornlegu máli, með tilgerðarlegum viðhafnar- orðum. Það lá við, að Renaud roðnaði, þegar hann mætti stóru augunum þeirra fullum af tómlátri, letilegri ró, og þó einkum þegar það var hvíti íslenzki fálkinn hans herra Enguerrands, sem hafði rauða, gullsaumaða purpurahettu, reim með silfurbjöllum um fótinn, rauða purpurahanzka og augu full af þreytublandinni fyrirlitn- ingu og hinni gullnu sól hetjusagnanna. Stöku sinnum fékk hann leyfi til að lyfta ungu fugl- unum úr búrinu — ungu fuglunum, sem titruðu ennþá af bræði yfir fangavistinni og dreymdi undir húmi hett- unnar um veiðar, flug og frelsi, reistu fjaðrirnar á hálsi sér til að væla og voru tamdir með hungri og myrkri. Hann fékk að sýna þeim dagsljósið og sá, hvernig þeir riðuðu fyrst í stað, blindir af birtunni, með klærnar kreptar inn í úlnliðinn á honum, og hvernig ró færðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.