Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 61
IÐUNN Fálkinn. 383 í einu höfðu skapferli krákunnar og stóreflis klær og sterkt nef og aldrei var hægt að kenna að eta við riddaraborð. Fyrst voru sett fyrir þá úttroðin gervidýr, svipuð bráðinni, sem átti að veiða, með lostætum bita innan í; síðan voru þeir látnir æfa sig á limlestum kvikindum, sem þeir gátu undir eins hremt með klónni og slitið sundur í hálfvöktum tryllingi, og svo var bráðin smátt og smátt gerð erfiðari viðfangs, þangað til að þeir lærðu aftur að njóta veiðigleðinnar. Gömlu, viltu eðlishvatirnar vöknuðu aftur til fulls, en þó svo tamdar og fágaðar, að þeir sleptu rólegir deyjandi bráðinni, þegar þeir höfðu drukkið teyg af blóði, og átu aðeins af skrautlegu disk- unum sínum, kurteislega og græðgilaust, eins og riddara- fuglum sæmdi. Og augu þeirra urðu makindaleg og mikillát, og blærinn á þeim fór eftir dagsbirtunni; þau voru svört, þegar hettunni var lyft upp, lýstust, þangað til þau urðu sem bráðið gull, þegar þeir hófust á loft í sólskininu, og sindruðu gneistum, þegar bráðin rak upp helveinið. Þeir hölluðust blíðlega upp að veðurbitinni hendinni á Renaud, en enginn þeirra var sem íslenzki fálkinn með þreytublandna, konunglega fyrirlitningu í augnaráðinu; og honum leiddust allir hinir; hann klemdi nefið hörku- lega saman, þegar þeir vildu leika sér, kastaði þeim vægðarlaust til hliðar og líkti eftir gargi gleðunnar, svo að þeir skulfu af ótta, og hvarf síðan á burt úr fálka- garðinum með blótsyrði gæzlumannanna að baki sér og hina víðlendu, brúnu heiði fram undan. Herra Enguerrand reið á veiðar á degi hverjum og bar þá oftast rauða, gullsaumaða hanzkann, því að hið bjölluhljómandi flug íslenzka fálkans gat eitt vakið sönginn í sál hans og fengið hann til að anda að sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.