Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Síða 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Síða 68
390 Fálliinn. IÐUNN opum bjúghornanna; línur sléttunnar dönzuðu líka og runnu hver fram hjá annari í vínlitri móðu, en skýin uppi Yf>r báru ljómandi falda, eins og fiðrildavængi. Menn skipuðu sér í hálfhring með fjaðurskúf við fjaðurskúf og öxl við öxl, kringum runna, sem fanginn var bundinn við. Aklæði hestanna blöktu í vindinum. Rauði liturinn dýpkaði í skugganum, þungur sem von- laus þrá, og logaði í birtunni, léttur sem sigurfögnuður. Ungfrúrnar teygðu mjúku hálsana sína út úr vagninum, og topphúfurnar þeirra gengu misfellulaust fram af ská- höllum öxlunum. Renaud fanst þær vera svipaðar hegr- um, og hann bjóst næsium við að heyra þær reka upp hvell hljóð, þegar lúðurhljómarnir féllu eins og steinar, sem kastað er langt í burtu, — og alt varð hljótt. En þegar hann sá þær betur, með þunnar, beinar varir og kynlega dreymandi augu, sem altaf störðu á eitthvað óendanlega fjarlægt í kaldri hrifningu, og hvítar, mak- ráðar hendur í skauti sér, og löngu fellingarnar í klæð- um sínum, þá fanst honum þær vera dásamlega fagrar: eins og skrautlegustu dýrlingamyndir með deyjandi kertaljós við fætur, og honum þótti sárt, að þær skyldu sjá sig í böndum. Hann lét augun reika áfram, þangað sem þernurnar stóðu, styggir, snotrir fuglar, sem hann hefði getað fælt með því að blístra — og þangað, sem húskarlarnir stóðu, rjóðir í andliti og gapandi af for- vitni, og út á brúnu sléttuna, þar sem hann hafði hlaupið sig þreyttan og dreymt sig þreyttan. Hann vissi, hvaða örlög biðu sín, en þegar íslenzki fálkinn var borinn fram og hann skildi, að það var hanrt, sem átti að framkvæma refsinguna, þá hló hann af gleði og hjartað barðist af metnaði, eins og þegar alt var hans eigið: fuglinn og sumarlangur sólskins-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.