Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 72
394 Þrjár bækur. IÐUNN lega á ýmsum afkáraskap og vesöld borgaralegs þjóð- félags, að allrar virðingar er vert. Að vísu kennir þar, eins og allvíða í ritum Kambans, tilfinningavímu (Senti- mentalitet), sem er afarfjarri hugsunarhætti og skapferli nýtíðarmanna. Slíkt er jafnan galli á bók, en verður að fyrirgefa manni, sem ekki er ráðinn umbótamaður, með því að ekkert er eins líklegt til þess að afla bók les- enda meðal kvenþjóðar borgarastéttarinnar, eins og ljóst má verða af rökum þeim, er ég hef greint í ritgerð minni »Um listir« (Iðunn 3. h. 1930). En Guðmundur Kamban hefur einnig ritað aðrar bækur, þar á meðal Jómfrú Ragnheidi. Þar kennir í rauninni alt annara grasa. Guðmundur Kamban er þá að vinna fyrir mat sínum, skrifa vel seljanlegar bækur, og fer fram með hætti þess, sem kunnugt er um kröfur og smekk kaupenda, og lætur að þeim. Er þar með ekki átt við það, að síðra sé handbragð og vinna á þeim bókum en hinum, heldur lætur höfundurinn, viljandi eða óviljandi, hrekjast til að fjalla um viðfangsefni, sem þannig eru vaxin, að þau varna honum máls um aðal- hugðarefni nútímamanna. Lögum listarinnar um fram- Ieiðslu fagurs verks er að vísu hlýtt, að því er snertir samræmi og form, en listamaðurinn gengur ekki til tals við hugi samtíðarmanna sinna um það, sem þeim liggur þyngst á hjarta, né boðar þeim það, sem þeim hlýðir bezt að vita. Sú list, sem þannig verður til, á sölumögu- leika sinn í því, að hún er einkar vel fallin til þess að verða ígrip og dægrastytting fólks, sem á fleiri frístundir og skildinga en frjóleikur þess nær til að skapa sér áhugamál og viðfangsefni. Og þó að ég taki Jómfrú Ragnheiði langt fram yfir allan þorrann íslenzkra skáldsagna frá síðari árum, þá verð ég að telja hana til þessa flokks bóka. Hún hefur þann kost fram yfir fjöldamargar skáldsögur vorar aðrar, að hún er skemtileg aflestrar. Að vísu má ekki dyljast þess, að andhælisháttur í máli spillir þeirri gleði til muna. Höfundur hefur auðsýnilega talið sig þurfa að fyrna mál sitt alt, til þess að ná einkennum þeirrar tíðar, er bókin greinir frá. Ég er ekki svo lærður, að ég megi um það

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.