Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Qupperneq 79
tÐUNN
Þrjár bækur.
401
Er það fyrir þá sök, að ég get þessa, að á því hafa ýmsir
lesendur Kiljans hnotið svo þjösnalega, að tæplega hafa
komið fótum fyrir sig á ný til þess að sjá, hvað höf-
undurinn var í raun og veru að segja. En þetta er mjög
illa farið, og ber raunar vott um frámunalegan skort á
þeirri skapstjórn, sem við hafa þarf undir bóklestri,
þegar venjulegum reyf-
araskáldskap sleppir. En
geta verður þess, að
víðast stendur orðfæri
Kiljans í svo innilegu
sambandi við stíl hans,
að á milli verður ekki
skilið. Eg þekki engan
íslenzkan rithöfund, er
leyft getur sér að hneyksl-
islausu djarfyrði Kiljans
og galsa. Það er einn
af leyndardómum listar
hans, og mun verða
flestum öðrum hál braut.
Tvær orsakir þess eru
þó augljósar. Ef vel er
lesið, verður þess vart,
að orðin eru einatt furðu
vel hreinsuð af ýmsum
óþverra, sem annars er
vanur að loða við þau.
Þau birtast oss sem tákn
nýrra hugmynda, þótt gömul sé. En alt um það loðir svo
mikið við þau af eldri keim, að það vekur undarlega
ertandi furðukend að rekast hvað eftir annað á þennan
frámunalega ruddaskap. Furðukend er sá hugblær, sem
Halldór Kiljan hefur kosið að gera hið almenna andsvar
við ritum sínum. Og nú er hann að verða myndugur í
þeirri list.
— Frá þessu sjónarmiði verða »hneykslis«-kaflarnir í
Alþýðubókinni, — stóryrðin um kristindóminn, skamm-
jrnar, fullyrðingarnar, sleggjudómarnir, gorgeirinn í umtali