Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 83
IÐUNN Þrjár bækur. 405 orð mín gild um guðfræðileg efni, þar sem rök séra Gunnars sé að engu hafandi. Mér hefur skilist, að séra Gunnar setti meginskoðun sína fram sem rökstudda tilgátu, en ekki sem óyggjandi söguleg sannindi. Og ég gat þess, að ekki mundi standa á skriftlærðum mönnum, sem reyna myndu að moldausa tilgátu hans með tilvitn- unum og fræðiskýring- um. Þetta hefur farið mjög að spá minni. En ég fæ ekki stilt mig um að geta þess hér, þeim til íhugunar, sem ekki eru guðfræðingar, að stoðir þær, sem á standa sumar skýringar hinna lærðustu manna í þeim efnum, eru margar hverj- ar svo afar veikar, að engin ástæða er til þess að verða uppnæmur, þó að eitthvað sé stjakað við þeim, né sannfærast í skyndi, þó að þeir reyni sjálfir að hressa þær við á ný. Þetta veit hver einasti guðfræðingur, þó að svo sé að sjá, sem það sé nokkurs konar stéttar- samábyrgð að flíka því ekki framan í almenningi. Og að vísu er þeim mönnum nokkur vorkunn, sem skirrast við slíku. Hér á landi er því svo farið, að engin leið er eins opin til fjandskapar og fordæmingar af hálfu al- þýðu, eins og að gera tilraun til að taka frá henni ein- hverja blekkingu. Höf. hefur markað sér allþröngan hring um notkun heimildarrita, og rýrir það allmikið traustleik hinnar sögulegu skýringar. Ég vil ekki segja, að ýtrari notkun heimildarrita hefði þurft að hagga niðurstöðum hans til ISunn XIV. 27

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.