Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 87
IÐUNN Ennýall. Dr. Helgi Pjeturss: Ennýall. Nokkur íslenzk drög til skilnings á heimi og lífi. Rvík 1929. Félagsprentsm. Of lengi hefir það dregist að geta þessarar bókar, sem kom út fyrir hér um bil ári síðan. Um hana má segja, að hún er nokkuð sérstæð meðal bóka frá seinni áram. Það hefir verið furðu hljótt um þessa bók, síðan hún kom út. Eg minnist ekki að hafa séð á hana minst nema á einum stað. Verður það að teljast illa farið, ef bók eins og þessi er þöguð í hel. Þögnin er ómakleg, en þó skiljanleg. Sannleikurinn er sá, að fáir munu íreystast til að leggja orð í belg um þau efni, sem bókin fjallar. Og skal enginn verða fúsari til að viðurkenna vanmátt sinn til slíkra hluta en sá, er ritar þessar línur. Um dr. Helga Pjeturss þyrfti og ætti að rita ræki- lega, ef nokkur maður hér á landi væri því starfi vax- inn. Hann er einstæður og engum öðrum líkur. Ekki einungis um nýstárleik og dirfð í hugsun, heldur einnig í máli og stíl. Þegar ræða skal um sérkennileik stíís hans, er það eitt lýsingarorð, sem kemur fram á tung- una alveg ósjálfrátt: tiginborinn. Það er höfðingssvipur og íslenzk heiðríkja yfir öllu, sem hann skrifar. Mér er það í minni frá unglingsárum mínum, hver unun mér var að því að lesa alt, sem kom á prent eftir Helga Pétursson. Hann þótti mér nýstárlegastur og merkilegastur íslenzkra rithöfunda í þá daga. Minnis- stæðust af öllu er mér þó grein um Sturlu Sighvatsson — þann, er féll á Orlygsstaðafundi — sem hann birti í Skírni. Ef til vill er það vegna þess, að sjálfur var eg alinn upp í nánd við þenna sögulega vettvang. Eg man, að eftir lestur þessarar greinar komst eg að þeirri nið- urstöðu — kannske með nokkuru rökfalsi — að óloftið í skálanum á Miklabæ, þar sem þeir Sturla sváfu nótt-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.