Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Qupperneq 89
IÐUNN
Ennýall.
411
rúm, en nú er fyrir hendi, og í annan stað eru megin-
skoðanir höf. þegar kunnar öllum landslýð af Nýal og
þeim mikla fjölda greina, er hann hefir birt í blöðum
og tímaritum fyr og síðar. En ganga verður út frá því
sem sjálfsögðu, að þeir, sem lesið hafa Nýal sér til
sálubóta, muni líka þurfa að fá sér Ennýal.
Sá, er skrifar þessar línur, dirfist ekki að kveða upp
neinn dóm um altækt sannleiksgildi þeirra kenninga, er
Helgi Pjeturss flytur. Honum er ekki lagið að taka
hlutina trúarinnar augum, enda vafasamt, hver styrkur
H. P. væri að blindri trú einni saman. En á því er mér
engin launung, að kenning Helga Pjeturss um framhald
lífsins er mér einhvern veginn hugþekkari og aðgengi-
legri en annað það, sem haldið er að manni um þau
efni. Þótt gengið sé út frá þeirri trú, að lífið haldi
áfram eftir líkamsdauðann, þá hefi eg aldrei getað skilið,
hvers vegna það þyrfti endilega að vera í ósýnilegum
og óefniskendum heimi. Það virðist og svo, eins og H.
P. hefir oftsinnis bent á — einnig í þessari síðustu
bók — að mörg af sálrænum fyrirbrigðum spíritismans
styðji einmitt kenningar hans, enda þótt spíritistar hafi
ekki þózt geta átt samleið með honum að þessu.
Á einum stað í bókinni (bls. 77) getur höf. um pró-
fessor Macmillan Brown — að hann telji líklegt, >að
kenning mín um eðli drauma, þ. e. að menn hafi í svefni
samband við íbúa annara stjarna, sé rétt. Að vísu dugar
mér það nú ekki til fulls, að þetta sé talið líkiegt; menn
verða að sjá til sanns, að það er rétt, sem eg hefi sagt
um þetta efni. En það er það sem eg hygg að próf.
Brown mundi einmitt gera, ef hann þekti til fulls rann-
sóknir mínar«. ]á, mjög sennilegt — og svo mundi
kannske fleirum fara en próf. Brown. Helgi Pjeturss
hefir bygt upp heimsskoðun sína í sæmilega heilsteypt
kerfi og birt það alþjóð. Niðurstöður hans eru þegar
kunnar, en rannsóknarferill sá, er leiddi hann að einmitt
þessum niðurstöðum, er miður kunnur. Um rannsóknar-
braut sína þyrfti hann að skrifa enn eina bók. Á því er
enginn vafi, að sú bók mundi verða merkileg — engu
síður en Nýall. Og það virðist ekki óbilgjarnt að ætlast