Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 90
412 Ennýall. IÐUNN til þess af honum, að hann skýrði frá sfarfsaðferðum sínum nánar, en hann hefir gert. Sjálfur leggur hann þunga áherzlu á það, að kenningar sínar sé vísindi. En vísindalegar nýjungar öðlast kraft fyrir vísindalegar sann- anir. Stórfróðlegt mundi það verða að fylgja rannsóknar- ferli hans, fet fyrir fet, frá því fyrsta er hann tók að athuga draumlífið og til þess dags, er byggingin stóð fullsteypt og heil fyrir hugarsjónum hans. Og hvað mundi áhrifameira til fylgis en slík greinargerð — fylgis manna, er skipuðu sér undir merki hans af grunnmúraðri sann- færingu, en ekki í blindri frú? — Helgi Pjeturss er einstæður í sarrttíð sinni, eins og þegar er að vikið. En það næðir stundum napurt um þann, sem gnæfir yfir fjöldann. Eg hygg það ekki fjarri sanni, að H. P. kenni sig stundum nokkuð einmana, að honum finnist á skorta skilning og samúð með starfi hans af hálfu þjóðarinnar. Þó mun hann eiga ítök í hug- um manna víðar en hann kannske grunar, og þeir munu fáir, af lesandi mönnum hér á landi, sem láta fara fram hjá sér nokkuð það, er nafn hans stendur undir. En vel mætti sýna honum meiri opinberan sóma, en gert hefir verið. Hann er þess meira en maklegur. Hann er ekki bara mikill rithöfundur og heimspekingur, heldur líka ágætur vísindamaður, sem hefir gert merkilegar upp- götvanir í jarðfræði. Það er raunar furða, að utan um heimspekinginn og dulfræðinginn Helga Pjeturss skuli ekki þegar fyrir löngu hafa myndast skipulagður söfn- uður. En til þess hefir hann víst aldrei gert neitt sjálfur — og óvíst, að hann kærði sig um slíkt. Hitt verður að telja illa farið, að slíkur afreksmaður skuli búa við þröngan kost, svo að erfið ytri ^skilyrði hamli honum að starfa að hugðarefnum sínum. Úr þessu þyrfti að bæta. En það þyrfti að gera meira. Einhver ísl. mentamaður ætti að taka á sig rögg, slá drengilega til hljóðs fyrir Helga Pjeturss í víðlesnu erlendu tímariti og helzt að fá bækur hans þýddar á tungu einhverrar af stórþjóðunum. Heimurinn þarf að fá að vita það, að hér á útskerinu lifir og starfar merkilegur heimspekingur, sem hefir varið æfi sinni til að ráða duldustu rúnir tilverunnar. Á. H.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.