Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Síða 91
IÐUNN
Ritsjá.
Davíð Þorvaldsson: Kalviðir. Smásögur. Rvík. Prsm. Acla. 1930.
í fyrra gaf þessi sami höfundur út smásögusafn („Björn for-
maður og fleiri smásögur"), sem þótti mjög efnilegt. I þessari bók,
Kalviðum, efnir hann fyllilega það, sem hann lofaði í fyrra, eða
það sjást m. ö. o. greinileg þroskamerki. Þessar sögur eru yfirleitt
betur samdar, fastari fyrir, — og þótt samúðin með smælingjunum
sé eins rótgróin í fyrri sögunum, kemur hún í þessum sögum enn
skýrara í ljós. — I fyrstu sögunni, sem heitir „Rússneskir fiótta-
menn“, er að vísu ekki fastur söguþráður, en hún er eins og lífið
sjálft, bregður upp skýrum en hverfulum myndum og er hlutlaus
eins og lífið, — höf. skilur andstæðar skoðanir, skilur, að skoð-
anir eru hverfular bólur á hafi tilfinninga og ástríðna, sem eru
samofnar eðli mannsins. Hið háleita og hið hlægilega stendur þar
hvort við annars hlið eins og í Iífinu, og manni verður hvort-
tveggja jafn-kært. Næsta sagan, „Einmana sálir“, er um tvær ein-
stæðingssystur, sem hafa átt sinn fífil fegri, og lýsir þeim af samúð
og skilningi á þessum olnbogabörnum gæfunnar. — „Blómasalinn'*
er smámynd úr djúpum mannlífsins eftir stríðið og gerist á Frakk-
landi. „Hans bókhaldari" er saga, full af góðláflegri kímni, en það
er alvara bak við kímnina og djúp tilfinning þess, hve allir menn
eru inst inni líkir og eiga allir um sama hliðið að ganga að lokum.
„Pólski málarinn" segir frá baráttu afburðamannsins gegn örlög-
unum, sem endar með ósigri' hans. Æfi hans verður „eins og hvítt
pappírsblað, sem krakki hefur rissað nokkur strik á“. — Sagan
„Ekkert" fjallar um ást, sem kviknar við hljóðfæraslátt og dans,
logar um stund og slokknar svo út af, án þess að neitt hafi komið
fyrir. „Léttfeti" er saga nm heimþrá og dauða íslenzks hests í
námunum í Belgíu, — samtal hans við „borgina dauðu", Briigge,
— og sýnir, að „ekkert getur bundið jafnvel þrautpíndan námu-
hest, þegar heimþráin seiðir ... þegar átthagarnir kalla". Sú saga
sýnir greinilega, að höf. gengur ekki, jafnvel í alvarlegustu sögum
sínum, fram hjá hinu hlægilega, en kann að íklæða það þeirri tign og
þunga, því áhrifavaldi, að í stað þess að hlæja, vöknar manni um augu
„Kalviðir“ eru óvenju-góðar sögur. Þar er skáld að verki.
Jakob Jóh. Smári.