Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 93
IÐUNN
Ritsjá.
415
á ferð eða bara slyngur skriffinnur. Slyngur er hann á ymsa lund.
Hann er pennafær vel, svo að víða eru í sögunum vel skrifaðir
kaflar. Hann er nokkuð fundvís á hið afkáralega og hlægilega og
getur jafnvel stundum verið meinfyndinn. Röskur er hann í frásögn
og nokkurn veginn laus við óþarfa mærð og mælgi. Sögurnar eru
því ekki óskemtilegar. Sumstaðar virðist mér hann þó fara helzti
„fljótt yfir sögu“, stikla um of á hæstu hólum. Dæmi þess er
Hreinarnir. Það efni hefði vel mátt endast skáldsagnahöfundi í
stóra bók, og því verða ekki gerð viðunandi skil á 8 — 9 blað-
síðum. — Höf. virðist vera gæddur allríku ímyndunarafli, og sögu-
efni skortir hann auðsjáanlega ekki. Um hitt er lesandinn meira í
óvissu, hvort þessi söguefni eru sótt í lífið sjálft eða þau eru ein-
göngu heilafósfur höfundarins.
Beztar þykja mér sögurnar Hjálp og Hrotur. Þar hefir höf.
valið sér efni, sem hann ræður við. Síðarnefnda sagan er skrambi
einkennileg og hreint ekki illa sögð. Um aðrar, eins og t. d. Völv-
una og Duhnögn, er það að segja, að höfundinn hefir skort þrauf-
seigju — eða getu — til að brjóta efnin til mergjar, svo að úr
þeim yrði listaverk. Eins og hann hefir gengið frá þeim eru þær
undarlegir kynblendingar af sögu og æfintýri og því hvorki fugl
né fiskur.
Einhver lengsta sagan er Rún. Efnið er hrottalegur harmleikur,
en heldur finst mér meðferðin vera utangarna, að undanskilinni
byrjuninni, þar sem Rún litla leikur sér í fjörunni og bíður þess,
að bátarnir komi að; frá þeim kafla er vel gengið. — Nokkuð
svipað er að segja um söguna Nýmálað. Þar er t. d. smellin lýs-
ing á Reykjavík og umhverfi hennar, þegar söguhetjan kemur
þangað í fyrsta sinn. Væri freistandi að tilfæra hana sem dæmi
þess, hve vel þessi höf. getur skrifað, en lil þess er ekki rúm.
Annars heldur lesandinn lengi vel, að þarna sé höf. að skrifa
magnaða ádeilu, eða að minsta kosti tímabæra sögu um átök milli
stéttanna í þjóðfélagi nútímans. En svo slær alt í einu út í fyrir
honum, og sagan rennur út í sand óráðsdrauma — um engla
himnaríkis og sankti Pétur — og staðlausra vökuóra um æsku-
hreysti og „sports“-bræðralag.
Með þessari fyrslu bók hefir höf. tæplega unnið sér þegnrétt í
ríki listarinnar. En með því er engu spáð um framtíð hans. Það
er ákaflega varhugavert að dæma rithöfund til dauða eða hefja
hann til skýja fyrir fyrstu bók hans. Þar getur oltið á ýmsu, ekki