Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 94
416 Ritsjá. IÐUNN sízt ef maðurinn kemur ungur fram á sjónarsviðið. Dæmi eru til að rithöfundur hafi orðið frægur af fyrstu bók sinni, en síðan aldrei skrifað neitt nýtilegt. Aðrir sækja sig og verða liðtækir með aldri og reynslu, þótf lítið hafi haft að fara með í byrjun. Eg veit ekki aldur þessa höfundar, en hann virðist nokkuð ótaminn enn þá. En grunað getur mann, að hann búi ef til vill yfir öflum, sem gætu Iyft honum til hærra flugs seinna meir. Bókin er prentuð í Berlín, og hafa þá þýzkir setjarar unnið að henni. I þeirri staðreynd vill góðgjarn lesandi leita skýringa á prentvillunum, sem eru helzti margar. Látum það nú vera, að á fjórum blaðsíðum í einni af sögunum er talað sjö sinnum um læknirinn (í þolf.). Það er ekki einu sinni víst að það sé prent- villa, því um eitt skeið sá maður slíkt nærri daglega í Morgun- blaðinu. En þegar prentað er „dregnum" fyrir drengnum hvað eftir annað i þessari sömu sögu, verður Iíklega að skrifa það í skuldadálk þýzku setjaranna. En prófarkalesarinn hefir þá heldur enga afsökun, sé hann Islendingur. Erich Maria Remarque: Tíðindalaust á vesturvígstöðvun- um. Björn Franzson íslenzkaði. Rvfk. 1930. Ríkisprsm. Gutenberg. Um bók þessa var ritað í Iðunni í fyrra, og auk þess er að henni vikið í þessu hefti af eigi færri en þrem höfundum. Þaö væri því að bera í bakkafullan Iækinn að skrifa um hana langt mál að þessu sinni. Engin bók frá síðari tímum hefir hlotið aðra eins frægð eða náð annari eins útbreiðslu eins og þessi ófriðar- lýsing Remarque’s — og um enga verið meira rætt og ritað. Mun hún nú þegar vera þýdd á meira en tuttugu tungumál. Það er gleðiefni, að íslenzkir lesendur eiga nú kost á að lesa hana á sínu eigin máli. Þýðingin virðist vera prýðisgóð. Icelandic Lyrics heitir prýðileg bók, sem lðunn vildi vekja athygli á, ef rúm væri til. Hefir Richard Bech safnað og ritað inn- gang að, en Þórhallur Bjarnarson gefið út. Er þetta mikið safn íslenzkra Ijóða frá síðustu hundrað árum með enskum þýðingum, sem flestar eru gerðar af Vestur-Islendingum. Flest góðskáld vor frá þessu tímabili eru mætt þarna, og einkum valin merkustu kvæði þeirra. Myndir fylgja af öllum skáldunum og stutt æfiágrip. Utgáfan er vönduð svo að af ber, og bókin í alla staði hin eigulegasta, einkar vel fallin til tækifærisgjafa. Hún fæst hjá útgefanda. A. H.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.