Hlín. - 01.10.1902, Page 31
31
svo vandlega, að hann hrukki alls ekki, en liggi alstað-
ar slétt við tréð. —»Með því að nota þannig smérpapp-
ír, geymist smérið fullum þriðjungri lengri tíma óskemt
en annars.
Að þessu búnu skal drepa smérinu niður í ílátið
með þar til sérstaklega gerðum, aflöngum, ferstrendum
tréhnaili með löngu sívölu (rendu) skafti; hann þarf að
vera úr hðrðum, góðum við. Mjög er árfðandi að smér-
inu sé svo vel og jafnt drepið niður að ekki séu nein-
ar tómar hoiur eða loftsmugur neinstaðar í smérinu né
í hornunum á kassanum eða við hiiðar hans eða botn-
inn, og er þetta einna athugaverðast við fyrsta smér-
iagið. Sérhvert lag skal ná jafnt yflr allan kassann, og
vera sem alh-a sléttast og jafnast að ofan. Einna mest
þarf að vanda niðurþjöppun smérsins út við hliðar íláts-
ins alt í kring. Ekki ætti að reyna til að drepa sméri
i hylki til útflutnings með öðru en þessum áminsta
smérhnalli. í hvert eitt smérlag ætti að fara 3 — 5 pd.
og skal hvert lag svo sléttað ofan með þar til gerðum
smérhníf eða spaða.
Kassinn skal þannig fyltur, þar til ekki er nema'/i
þumhmgs borð á honum alveg jafnt yflr hann allan;
þá skal pappírinn brotinn frá öllum hliðum ofan yfir
smérið, og x/« þumlungsborðið á honum svo fylt með
hreinum en sterkum saltpækli (er nýtt egg getur flotið
í). Negl svo lokið yfir; eða skrúfa það á, er enn betra.
Pappírinn skal bleyta í sterku saltvatni 12—15 kl.st.,
áður en hann er notaður. Smér, sem lengi á að geym-
ast, þarf að vera þurrara, og betur þjappað eða drepið
í ílátin en annai-s. — Hafa skal smérið ávalt mjög vei
vegið í ílátin, svo að það nái vel hinni tilteknu vigt
þegar á markaðinn kemur.