Kirkjuritið - 01.01.1947, Side 32
26
Benjamín Kristjánsson:
Jan.-Marz.
Sigvarður kom til stóls. Og þegar biskup dvelur erlendis
á árunum 1250—’54, má telja ugglaust, að Brandur
hafi gegnl biskupsstörfum. Er þá heldur ekki ólíklegt,
að bann liafi dvalizt með biskupi árin 1238—’47, er
liann verður ábóti, annaðhvort sem kirkjuprestur eða
skólameistari eða hvorttveggja1).
Árni biskup Þorláksson (1269—’98) var einn af læri-
sveinnm Brands Jónssonar, og iiefir Brandi fundizt
mikið til um gáfur bans: „Talaði hann svo, að hann
skildi þá marga liluti af guðlegum ritningum, ér bann
þóttist varla sjá, hví svo mátti verða“2). Allerilsamt
varð biskupsstarf Árna, út af staðamálum, og kynni
fyrir þá sölc minna að bafa orðið úr skólabaldi hjá
honum. Þó er þess getið, að þeg'ar hann kom utan frá
biskupsvígslu, liafi hann baft með sér út liingað
Óblauð meistara Hallvarðsson og setti liann vfir skóla
í Skálholti (1269) og var hann skólameistari þar, þang-
að til hann fór utan 12743). Óblauður var náfrændi Jör-
undar biskups Þorsteinssonar á Hólum og síðar skóla-
meistari hjá honum. Var hann og löngum í Noregi og
liarla kær erkibiskupi í Niðarósi og kemur þar við
bréfagerðir4). Svo segir í skipan Jörundar erkibiskups,
útgefinni í Niðarósi 29. ág. 1290 með ráði Árna biskups
og fleiri lýðbiskupa, að „af sínum yfirmönnum skuli
prestar fræðast um önnur officia mest af lágsöngvum
og skírnarembætti, af olean og líksöng og' öðrum þeim
hlutum, er tilhejrra prestlegu embætti og á sögðum hlut-
um oftlega prófast“5). Verður þetta varla skilið öðru-
vísi, en með þessu sé biskupunum beinlínis lögð
fræðslnskylda á berðar, og er því líklegt, að jafnmikill
1) Sturl. III, 177, 248, 252. Sbr. Skirnir 1923 bls. 252.
2) Bisk. I, 681.
3) Hist. eccl. I, 451, 581, 586.
•í) Bisk. I, 785, 793; DI. II, 323.
5) DI. II, 276.