Kirkjuritið - 01.01.1947, Side 44
Jan.-Marz.
Þér hljómi Jesú heilög þakkargjörð
Sálmur eftir William Walsham How biskup (1823—1897).
Þér hljómi, Jesú, heilög þakkargjörð.
Þú hetjum trúar sigur gafst á jörð,
])ótt baráttan við heiminn reyndist hörð.
Hallelúja, hallelúja!
Þú varst þeim sjálfur varnarskjclið traust,
á voðans stund þeir heyrðu þína raust,
og geisli frá þér gegnum roðann brauzt.
Hallelúja, hallelúja!
Að dæmi þeirra hríð skal hefjast ný
og hopað ei, þótt ógni reiði-ský.
Vér munum sigra mætti Drottins í.
Hallelúja, hallelúja!
Ó, helgu menn, sem hafið sigri náð,
oss heilög sagan ljómar gulli skráð
og hvetur oss að drýgja sömu dáð.
Hallelúja, hallelúja!
Um heimsins álfur hljómi játning sú:
Vér hyllum Krist sem foringja vorn nú
og sækjum fram í sigurvissri trú.
Hallelúja, hallelúja!
Ef hugdirfð bregzt, ef hjartans kólnar glóð,
vér heyrum óma’ í fjarska sigurljóð
með nýjar vonir, nýjan hreystimóð.
Hallelúja, hallelúja!
Vald. V. Snævarr þýddi.
1