Kirkjuritið - 01.01.1947, Síða 54
48
Jóhann Hannesson:
Jan.-Marz.
þangað til árið 1925. Var hann á þessum árum í sam-
bandi við N.M.S.
Er liann var heima árið 1925, skildu leiðir lians og
N.M.S. Stofnaði liann þá sérstakt kristniboðsfélag,
Christian Mission to Buddliists (C.M.B.). Svo fór hann
i fjórða sinn til Kína, og vann í Nanking fram að hylt-
ingunni 1927, og eftir það um nokkurn tíma í Slianghai,
en stofnaði svo kristniboðsstöðina Tao Feng Shan við
Hongkong árið 1930. Kom því næst heim til Noregs, og
fór til Kina í fimmta sinn næsta ár. Svo kom hann
lieim aftur árið 1937 og fór næsta ár í sjötta sinn til
Ivína, og' var þar allan styrjaldartímann, en kom heim
sumarið 1946, nokkrum vikum á undan þeim, er þetta
ritar.
Að hann muni reyna að fara lil Kína í sjöunda sinn,
ef Guð lofar, efast enginn um, er þekkir liann. En í síð-
ustu kveðjuræðum sinum hafði liann komizt svo að
orði: „Nii ætla ég, ef Guð lofar, að hverfa aftur heim
til Kina“.
Starf Reichelts í N. M. S.
Þegar Reichelt kom til Ningsiang, liafði nafn Krists
sennilega ekki áður verið nefnt þar í horg. Hefi ég sjálfur
lesið dagbók þá, er hann ritar þar á fyrstu starfsárum
sínum, og segir frá þrautum og fögnuði brautryðjand-
ans. Á þessum tíma sá hann gamla kínverska keisara-
ríkið líða undir lok, og lýðveldið rísa á fætur.
Sýslumaðurinn í Ningsiang lét líma svohljóðandi til-
kvnningu á hurðina á bústað Reichelts, fyrstu árin sem
hann starfaði:
„Með leyfi Hans Hátignar Keisarans ferðast nú er-
lendir menn á meðal vor. Prestur nokkur frá Noregi
er kominn til horgar vorrar til þess að prédika. Vér
viðurkennum, að tilgangurinn sé að gera menn góða.
Má því enginn gruna hann um græsku, né beita liann