Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 58
52
Jóhann Hannesson:
Jan.-Marz.
við grundvallarskoðanir félagsins. En svo segir í bréfi
því, er félagið lét birta við þetta tækifæri:
„Með liryggð í lijarta skiljum vér við einn af dugleg-
ustu og verðmætustu kristniboðum vorum. Þó verður
skilnaðurinn léttbærari með því að Reichelt er sann-
færður um að fara ]iá leið, sem Guð hefir ákvarðað
honum. Stjórnin vill því, um leið og liún þakkar hon-
um af hjarta fyrir það starf sem hann hefir unnið i
þjónustu félagsins í meira en 20 ár, óska honum ríku-
legrar blessunar Guðs í áframhaldandi starfi hans fyr-
ir búddhatrúarmenn í Kína“.
En svo segir einn af leiðtogum hins nýja félags „Þar
var enginn ágreiningur í trú né kenningu, heldur önnur
skoðun hvað aðferð og vinnubrögð snerti, bæði á kristni-
boðsakrinum og heima fyrir“.
Eins og atburðirnir urðu í Noregi, svo urðu þeir
einnig í Danmörku. Svo var Hin Norræna Aðalnefnd
stofnuð, og hefir hún æðstu völd í liinu nýja félagi,
(Christian Mission to Buddhists).
Eftir þetta fór Reichelt til Kína, og starfaði áfram í
Nanking, þangað til byltingin kom, 24. marz 1927. Var
þá mest af byggingum og innanstokksmunum þeirra
eyðilag't. Eftir það fór samverkamaður hans lieim til
Noregs, en sjálfur fór hann í ferðalög um tveggja ára
skeið í Austurheimi, heimsótti mörg klaustur, og fór
einnig til liinnar helgu eyjar, Putushan í Japan, en þar
eru um 2000 musteri. Að endingu fann hann hæð eina
skammt frá Hong Ivong, og festi kaup á henni; eftir heim-
sókn til vina sinna á Norðurlöndum 1930—1931, gat
liann svo farið að bvggja á hæðinni, og þar stendur nú
hin sérkennilega og fræga kristniboðsstöð Tao Feng'
Shan, en nafnið þýðir: „Fjall Logos-vindanna“. Eru
allar byggingar þar í austrænum stíl; útsýni er mjög
fagurt yfir Shatien-dalinn og' fjörðinn, en sjálf borgin
Ilong Kong sést ekki þaðan, vegna fjallanna, sem eru á
milli.