Kirkjuritið - 01.01.1947, Side 68

Kirkjuritið - 01.01.1947, Side 68
Jan.-Marz. Hvildardagur — Drottinsdagur. í dag er sunnudagur. í dag er Drottinsdagur. í dag er hvíld- ardagur. Nú gefst huganum tóm til að reika um lönd hins liðna, minningarnar. Fyrir missiri fögnuðum vér sumri. Vonir þær, er vér ólum í hjarta þá, hafa ræzt. Vér kveðjum nú sumar, sem var yndislegt og blitt. Vér þökkum þeim, er allt gefur, fyrir gæzku og varðveizlu, ár og frið. Vér minnumst haustdaganna, sem hafa verið að líða. Sólin hefir hellt geislaflóði sínu yfir land og lýð. Allt ljómandi og titrandi í hinum fegursta haust- skrúða. Aldrei er íslenzk náttúra auðugri, landið litfegra, en fagran haustdag. Þá andar allt rósemd og friði. Minningarnar um sumarið eru enn lifandi og áþreifanlegar, en undir niðri, í morg- unnepjunni, í glitvef hrimrósanna, finn ég fyrirboða þess, sem koma skal, ísing kuldans. En uggur grípur mig enginn. Eg treysti því, að náttúran haldi hringrás sinni áfram, eins og henni var í fyrstu áskapað. Ástæða er engin til að ætla, að nú verði frek- ar en áður breytt út af þeirri venju, að eftir haust komi vetur og svo komi vor. Væri ég skáld, þá gæti ég lýst litskrúði hausts- ins, hinum stranga svip vetrarins og yndisleika vorsins — lýst þessu með leiftrandi orðum snillisins og heillað um aldur og ævi þúsundir, svo að þær hlusti eftir hinu guðlega „verði Ijós“ í upphafi. En svo er ekki. Þó veit ég, að sömu tilfinningar, sama lotning og sama tilbeiðsla býr í öllum mönnum í upphafi> jafnt í hjarta skáldsins og mínu. En vér getum glatað þessum náðargjöfum algóðs Guðs. Sumir finna þær aftur, aðrir ekki- Þessi náðargáfa, lotningin fyrir opinberun guðdómsins í náttúr- unni, hversu dýrmæt er hún ekki. En hún er brothætt er úr skírum kristalli, sem brotnað getur við minnsta högg. Margt er sagt um nútímann og margt er skrifað. Sumir líta hann og framtíðina bjartsýnisaugum, en aðrir rísa upp eins og spámennirnir forðum daga og fordæma hvorttveggja, fullii' vandlætingar. Orðugt er það að gera sér grein fyrir því, sem liðið er; hvað þá að skilja það, sem fram fer. Framfarir nútím- ans eru svo miklar og örar, að þær ætla að gleypa oss, þær ráða oss, en ekki vér þeim. Er ég lít kringum mig, þá finnst mér ein- kenni tímans vera hraði, hraði, vaxandi hraði. Það er ekki spá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.