Kirkjuritið - 01.01.1947, Síða 70

Kirkjuritið - 01.01.1947, Síða 70
64 Magnús Már Lárusson: Jan.-Marz. I»ess er skemmst að minnast, hve strangt var haldið á því að halda hvíldardaginn heilagan, eins og sagt var. I því felst mikill sálfræðilegur sannleikur. Hinn raikli heimspekingur, Descartes, er var uppi á 17. öld í Frakklandi, hélt því fram, að maðurinn gæti orðið trúaður með því einu að sækja nógu oft hinar fornu gotnesku kirkjur, sem eru eitt hið fegursta, er liggur eftir manns- höndina. Umhverfið mótar manninn, getur lyft honum, og getur einnig dregið hann niður í sollinn. Eins er það; um hvíldardaginn. Hann er reyndar ekkert annað en umhverfi mannsins í tíman- um, eins og hin gotneska kirkja er umhverfi mannsins í rúminu. Hvort umhverfið, sem er, orkar á manninn og reynir að setja mót sitt á hann. Því var það rétt, er kirkjuaginn forðum krafðist þess, að hvíldardeginum væri sýnd nægileg virðing. Það var manninum sjálfum fyrir beztu. Þann dag gat hann og átti hann að leita upphafs síns, Guðs, óhindraður af hraða lífsins. Þann dag dró úr hraðanum, en tíminn óx að sama skapi. Ég veit það fyrir víst, að margur maðurinn hefir átt bágt með að sætta sig við aga hvíldardagsins. Og nú á íímum er bent á þvingun hans með hryllingi. En er það rétt? Er það svo, að það ástand, sem nú ríkir, sé miklu betra? Erum vér ekki svipaðir og dingull, sem sveiflar fram og aftur öfganna á milli? Ég sé ekki betur en að nú sé hvíldardagurinn fyrir flestum eins og aðrir dagar. Mann- kynið er á harðaspretti þenna dag eins og aðra daga, knúið áfram af hraða tímans. Óttinn um að geta ekki fylgzt með hel- tekur hjarta mannanna. Það má ekki lina á sprettinum. Nei og aftur nei. — Nú kann yður að virðast, að ég vilji hverfa aftur til góðu gömlu daganna, þegar allt var svo gott, svo gott, og fordæmi nútímann. Það er ekki svo. I nútímanum felst margt gott. Möguleikarnir til farsæls lífs eru miklu meiri, en hraðinn1 á öllum og öllu gerir það að verkum, að maðurinn á erfitt með að laga sig til eftir ástæðunum. Hraðinn hefir tekið völdin. Tíma- leysið er svo gífurlegt. Þér þekkið það. Það má enginn vera að neinu, því enginn hefir tíma til neins. Að því leyti virðist reglan um vegalengd standa óhögguð. Hraði og tími í sínum réttu öfugu hlutföllum þegar hraðinn er mikill, er tíminn lítill, miðað við sömu vegalengd. Hinn ósiðaði Indíáni í frumskógum Brazilíu er á suman hátt hamingjusamari en nútímamaðurinn. Hann ber ekki kvíðboga fyrir morgundeginum á sama hátt og vér. Þarfir hans eru litlar. Hann á auðvelt með að fullnægja þeim. Hann er miklu síður þræll hraðans. Hann óttast enga kjarnorkusprengju. Það er næsta hlálegt, a® mennirnir noti sér þá Guðs gjöf, skyn- semina, greindina, til þess að eyðileggja með og kvelja. Á stríðs-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.