Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 74
68 Magnús Jónsson: Jan.-Marz.
lastaskrá né heldur liella mér út yfir spillingu kynsló'ð-
arinnar. En enginn efi er á, að liinir gömlu siðferðis-
mælikvarðar eru að verulegu levti að ganga úr gildi.
Maður nokkur sagði við mig nýlega: Er nokkurt af
10 boðorðum Guðs lengur í gildi nema kannske ein-
hverjar leifar af því 7.?
Manni getur orðið ox-ðfall við svona spurningu.
Og þessu dugar ekki að mæta nxeð fundarályktunum og
ávörpum til þjóðarinnar, heldur verður kirkjan að heita
hér sínu rnikla og ágæta liði til raunverulegra athafna
og rólegs stai-fs.
Hér er um ýmsar leiðir að ræða og allar mjög raun-
liæfai'.
Kirkjan getur hafið fast og óhvikult starf að því að
fá krisindómsfræðsluna aukna sem allra mest í skól-
unum, og að hún vei'ði þar í höndum hæfra og kristi-
lega hugsandi manna.
Hún getur unnið að því með húsvitjunum að auka
kristindómsfræðslu á heimilum.
Hún getur um fram allt aukið fermingarundirbún-
ingiixn, eða tryggt það, að allir prestar geri þar sitt bezta
og aukið þá fi'æðslu að mun.
Allt þetta hlýtur kirkjan að vera að reyna. En þó
gætu samtök presta og heilagur ásetningur i þessu starfi
ef til vill vei'ið enn meiri. Og sérstaklega væru ái'leg
miskunnarlaus skriftamál og reikningsskil um það, hvað
gert hefir verið, þörf og nauðsynleg.
En það, sem ég ætlaði að minnast hér ofurlítið á, er
enn eitt, sem mér finnst að kirkjan ætti að gera og
ekki lála dragast að koma í framkvæmd.
Það er stofnun og stai'fræksla fleii-i sunnudagaskóla.
Hér er unx að í'æða þaulreynda stai'fsemi, vitanlega
með misjafnlega góðunx árangi'i, eins og flest mann-
anna verk, en svo árangursríka yfirleitt, að hundruð
þúsunda og líklega milljónir kirkjuvina starfa að þessu.