Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 76
70
Magnús Jónsson:
Jan.-Marz.
En það er óborganlegt tækifæri, sem glatað er, þar
sem sunnudagaskóli gæti verið, en er ekki ræktur. Og
úr þessu verður, lield ég, varla bætt nema með einu móti.
Ég hreyfði þvi, að mig minnir, á prestastefnu fyrir
nokkrum árum.
Nauðsyn er, að þjóðkirkjan fái beinlínis sinn sunnu-
dagaskólastjóra.
Þjóðkirkjan hefir fengið einn slíkan starfsmann skip-
aðan utan sjálfrar prestastéttarinnar, og það er söng-
málastjórinn.
Mér finnst hér mjög líkt á komið, og þó jafnvel enn
meiri þörf á sunnudagaskólastjóranum, því að kirkju-
söng höfum við haft, en liitt yfirleitt alls ekki. Það er
enn lokaðri bók en bitt.
Og þó böfum við nú horft á, hvílík fádæma umskipti
bafa orðið við starf bins ágæta og áliugasama söngmála-
stjóra Sigurðar Birkis.
Sjálfsagt hefði mátt segja, að prestar og áhugamenn í
söfnuðunum gætu annast það, að upp kæmu kirlcju-
kórar. Og vitanlega verða meðlimir bvers safnaðar að
annast þetta starf allt, bljóðfæraleik, söngstjórn og
sönginn sjálfan, því að ekki getur söngmálastjóri verið
nema á einum stað.
En þrátt fyrir það hefir svo um skipt við starf hans,
sem raun er á.
Einmitt slíka forustu þarf þjóðkirkjan að fá við sunnu-
dagaskólana.
Þjóðkirkjan þarf að fá sinn skólastjóra, er fer um,
gengst fyrir stofnun sunnudagaskóla, þar sem óskað er
og hann sér tækifæri, og kemur starfinu af stað.
Aðstæður eru mjög misjafnar, og skólastjórinn verð-
ur m. a. að sjá út, í hvaða mynd sunnudagaskólinn á
að vera á hverjum stað. Sumstaðar er ef till vill bezt
að hafa liann að sumrinu eða í sambandi við heimavist-
arskóla að vetrinum, og yfirleitt verður reynslan og
starf hins reynda áhugamanns að skera úr þvi öllu.