Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 80

Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 80
74 Trú á bjargi byggð. Jan.-Marz. Svona liðu nú árin, þar til ég var orðin 22 ára, þá fór nú gleði- sól mín að síga. Foreldrar mínir, Margrét Finnbogadóttir og Einar Sigurðsson, áttu 5 drengi, 3 dóu ungir en 2 bráðefni- legir menn komust upp. Seinna drukknuðu þeir sinn á hvoru skipi, með mánaðar millibili. Og svo dó faðir minn næsta ár. Það var enginn karlmaður á heimilinu, og við vorum í sveib. Svo ég býst við, að ég hafi þá tekið of nærri mér með vinnu, það hafa líka læknar sagt. Það kom inn á heimili móður minnar ungur maður, Jón Gísla- son, og hann stjórnaði með henni búinu í 2 ár. Móður minni geðjaðist svo vel að þessumi. manni, að hún sagði oft, að sér þætti eins vænt um hann eins og börnin sín. Ég trúlofaðist þessum manni, og eftir þessi 2 ár tókum við að okkur búsforráð. En ég’ varð þá svo veik, að ég lá lengi, og hefi aldrei haft góða heilsu síðan. Við bjuggum fimm á.r á Bryggjum, þar sem foreldrar mínir voru allan sinn búskap. En vegna þess að ég var svo heilsulítil og þoldi ekki sveitavinnu, fluttumst við að Stokkseyri árið 1901- Þennan tíma, sem við vorum á Stokkseyri, misstum við 4 börn, 3 úr kíghósta. En eftir tæp 8 ár í hjónabandi varð ég fyrir þeirri stóru sorg að missa þennan indæla eiginmann frá slæmum heim- ilisástæðum. Eg heilsulítil, mamma að byrja níræðisaldurinn, drengur 5 ára og stúlkubarn, sem fæddist 15 klukkustundum eftir að faðir þeirra dó. Samt langaði mig til að halda áfram búskap, og hafa elsku börnin mín hjá mér, því að þau voru sólargeislar á lífsleið minni, og eru það enn í dag. Svo var það líka mamma mín, sem vildi hvergi vera nema hjá mér. Það fóru fljótt að minnka efnin mín, því að þó að systur mínar tvær vildu reyna að hjálpa mér, voru þær báðar heilsulitlar og gátu minna en þær höfðu vilja til. Mamma mín var oft búin að segja, að hún vildi, að það kæmi ekki fyrir sig að þurfa að fá hjálp af sveitinni. Þá var nú öðruvísi en nú, nú finnst mér allir, sem geta, vera reiðubúnir til að hjálpa, ef einhver á bágt. Eitt sinn segir mamma við mig: „Þetta dugir ekki, Hildur mín, þú verður að fá eitthvað af sveitinni með mér til þess að þú eigir eitthvað hægara“. En til þess að láta mömmu ekki sjá að mig tók þetta sárt, sagði ég: „Og við höfum það áfram eins og vant er“. En svo fann ég, að ég þurfti að komast út til að> hugsa um raun- ir mínar. Mér fannst það svo erfitt að fara að biðja aðra að gefa henni ef til vill síðustu bitana, úr því að hún var komin á níræðisaldur. Ég gekk út á Sand, og þar settist ég á stein og fór að hugsa um raunir mínar. Mér fannst allt svo skuggalegt og sá engin ráð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.