Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 94
88
Jan.-Marz.
hönd stéttarbræðra minna heima, óskum þeirra til órjúfandi sam-
bands á grundvelli fornrar frændsemi og nýrrar, nauðsynjar
norrænnar samvinnu og bræðralags, samúðar og og gagnkvæms
skilnings, þar sem við værum þjónar Drottins, samverkamenn,
sem vildum vinnaa markvíst að útbreiðslu guðsríkisins, að
vísu, oft veikir að vilja og mætti. Þvi meiri nauðsyn, að við
stæðum saman. Að lokum kveðja og árnaðaróskir.
í sambandi við námskeiðið var 10 daga prestanámskeið.
Voru þar margir ágætir fyrirlestrar. Efni fyrirlestranna var
vel valið og tímabært. Yfir 300 prestar sóttu fundina og valr
eftirtektarvert, bvc reglulega var mætt og fáir létu sig vanta.
Þorsteinn L. Jónsson.
Fréttir
Séra Ófeigur Vigfússon prófastur
að Fellsmúla andaðist 21. janúar. Eins og lesendur sjá, er grein
eftir bann í þessu liefti Kirkjuritsins. Hann var alla tíð einn af
tryggustu vinum Prestafélagsins og rita þess, og hafa ýmsar
greinar eftir hann komið bæði i Prestafélagsritinu og Kirkju-
ritinu. Er það næsta táknrænt og sannur vottur trúmennsku hans
til síðustu stundar, að grein hans fer til prentunar samtímis þvi,
er andlátsfregn bans berst.
Heiðurssamsæti
var fyrir nokkru lialdið séra Halldóri Jónssyni á Reynivöllum
til þess að þakka honum margþætt og frábært starf í prestakalli
lians um langt skeið.
Minnisvarði
hefir nú verið reistur á leiði séra Jólianns Þorkelssonar dóm-
kirkjuprests, og var haldin við hann minningarathöfn sunnu-
daginn 5. jan. Fermingarbörn séra Jólianns frá árunum 1905 og
1906 reistu, og cr þetta fagur vottur um þakkarhug þeirra. Mun
sú þökk seint fyrnast í Dómkirkjusöfnuðinum, þvi að vart getur
einlægari þjón kirkjunnar né hjartahreinni en séra Jóhann var
Kirkjuritið kemur út á þessu ári i 4 heftum, samtals ekki minna
en verið hefir. Verð innanlands 15 kr. í Vesturlieimi 3 dollarar.
Gjalddagi 1. apríl. Afgreiðslu og innheimtu annast ungfrú Elísa-
bct Helgadóttir, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavik.