Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 30
124 KIRKJURITIÐ áttu, og hiklaus málsvari einstæðinga og nauðlíðandi. Hann vildi hvers manns bón gera og vanda leysa. Honum var andstyggð öll hálfvelgja og átti sannfæringu í hverju máli. Flutti hann mál sitt af eldmóði og hrifn- ingu, sem oft hlaut að skipa mönnum í tvo andstæða hópa, enda var hann ákafamaður í lund og tilfinningaheitur. Það gat því ekki farið hjá því, að hann fengi sterka andstæð- inga, og verður hvorugum lagt það út til lasts. Mennirnir eru nú einu sinni þannig gerðir að vera ekki allir steyptir í sama móti. Getur þá engan heldur furðað á, að viðhorfin til hinna ýmsu mála verði næsta ólík. Hversu mikil tilviljún, sem virðist hafa valdið því, að séra Árni réðist til að vera prestur Snæfellinga í Hnappa- dalssýslu, gæti mörgum, sem þekkja, látið sér til hugar koma, að hér lægju dýpri rök að. Skal þó ekki farið út í að skýra það hér, en ég vildi aðeins benda á til hug- leiðingar, að hér mun hahn e. t. v. hafa kynnzt þvi fólki, sem honum var betur að skapi en hann gerir sér ljóst sjálfur. Það fer að vísu ekkert leynt, að hann finnur sókn- arbörnum sínum margt til foráttu, og kemur mér það ekkert á óvart. Þó að hinu beri sizt að neita, að dómar hans skyldu vera svo almennir, kom flatt upp á mig og fleiri, og vík ég síðar að því. En það, sem ég vildi benda á, er það, að hér kynntist hann fólki vel gefnu og frjáls- mannlegu. Einurð þess til að gera hiklaust grein fyrir skoðunum sínum, kemur honum nýstárlega fyrir sjónir, en einkum þó, hversu djarfir þeir eru að etja kappi við alla fyrirmenn, ef þeim býður svo við að horfa. Og þá megum við heldur ekki gleyma dáleikum hans á hinu ör- ugga lífsviðhorfi þeirra til guðdómsins og eilífðarmálanna, sem heillaði hann svo, að hann náði sjálfur fótfestu í trú- arlegum efnum. En var það nú ekki einmitt þetta, sem jafnan hreif séra Árna mest, er hann hitti mann að máli? Sjálfur var hann einarður og djarfur, og yfirdrepsskapur var honum fjarst skapi, og sagði því ófeiminn meiningu sína hverjum, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.