Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 5

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 5
Krist, þig, sem kvölin slœr, Krist, þig, sem kvölin slær krossfestan enn í deyð, biðja þín börnin kær: burt taktu heimsins neyð. Sárar en nokkurt sinn sér allt, sem skyni’ er gætt, hrópandi’ í himininn hold þitt í sundur tætt. Skilst þó ei skynjun manns skelfingin ótalföld; kveinstöfum hjarta hans harðúðin byrgir köld. Hrelldum til hjálpar vígð hræðist hann gjörð og orð; sjáandi sér ei drýgð saklausra bræðra morð. Virðir ei veg né ráð, vísandi hver frá sér, allt þar til ógnin bráð yfir hann dynja fer. Krist, þig, sem kvölin slær krossnegldan svo í deyð, biðja þín börnin kær: burt taktu heimsins neyð. Þorsteinn Váldimarsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.