Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 8

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 8
74 KIRKJURITIÐ inni um pínu Jesú og krossdauða hans. Hugvekjur um þetta efni voru lesnar á hverju kvöldi. Passíusálmarnir, þessi sígilda tjáning lotningarfyllstu Kristselsku og Kriststil- beiðslu, voru lesnir og sungnir daglega. Reynt var að kom- ast hjá glaumi og gleði þetta tímabil og almennar skemmt- anir var ekki um að ræða. Slíkt þótti bera vott um of lítinn skilning, of litla hluttekningu og of lítið þakklæti til hans, sem leið og dó fyrir okkur mennina. Það er óút- reiknanlegt, hvað þetta hafði mikil áhrif á allan almenning í trúarlegu tilliti og þá ekki sízt á börnin, sem voru að alast upp. Myndin af Jesú á píslarbrautinni og á krossinum varð með þessu móti greypt þannig í huga þeim, að hún máðist ekki svo auðveldlega út. Oftar en nokkur veit reyndist líka þessi mynd ómetanlegur aflgjafi á misjafnlega greiðri ævi- leið mannanna. Nú er öldin orðin önnur á þessu sviði eins og víðar. Nú eru föstulestrarnir víðast úr sögunni. Nú eru Passíusálm- arnir lítt lesnir og um hönd hafðir. Hversu margir skyldu vera nú, sem kunna meiri part þeirra eða þá alla utan að eins og var ekki svo fátítt áður fyrr? Og nú hliðra rnenn sér ekki verulega hjá því að hafa skemmtanir og annan gleðskap á föstunni. Jafnvel dymbilvikan eða kyrravikan er notuð nærri eins og aðrir tímar í þessu skyni. Það er vonandi, að þessi ásælni skemmtanalífsins og glaumsins gangi aldrei svo langt, að hún leggi líka undir sig sjálfan föstudaginn langa. En það, að stefnt hefir verið í þessa átt á undanförnum tímum, sýnir ótvírætt, að myndin af Jesú á krossinum er farin að mást í hugum fólksins. Það sér hann ekki eins greinilega fyrir sér og liðnar kynslóðii’ gerðu, og af því stafar það hugsunarleysi og smekkleysn sem stundum á sér stað í þessum efnum. Við þurfum að skíra þessa mynd og geyma hana betur. Við þurfum að koma nær krossinum. Lengst af hefir krossdauði Jesú verið skoðaður sem höf- uðþátturinn í hjálpræðisstarfsemi hans mönnunum handa. Hann var tvímælalaust eitt veigamesta atriðið 1

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.