Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 18

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 18
84 KIRKJURITIÐ það að auka tekjurnar. í klausturgarðinum voru gróðursett aldintré og nytjajurtir, og þar var reist hænsnahús, býflugna- bú og svínastía. Ölbruggun var hafin, og taldi Uúter það „bezta öl í heimi“. Kýr voru keyptar í fjósið, endur, gæsir og dúfur. Og Katrín keypti sér meira að segja einu sinni, þegar vel lá á henni, páfugl til þess að vakka um í húsagarðinum og verða prýði hans. Það var stærðar bú, sem Katrín stóð fyrir. Hún var önnum kafin frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin. „Morgunstjaman í Wittenberg," er Lúter nefndi svo, gekk syngjandi um húsið, sagði fólkinu fyrir verkum og leit eftir öllu frá matnum á borðinu og til fóðursins í jötunum. Stöku sinnum lá henni við að kikna undir erfiðinu, og fyrir kom það, að hún andvarpaði: „Ég verð að skipta mér í sjö parta, því að ég verð að vera í einu á sjö stöðum og gegna sjö embætt- um. Því að ég er: í 1. lagi komræktarkona. í 2. lagi brugg- unarkona. I 3. lagi eldakona. í 4. lagi barnfóstra. I 5. lagi garðyrkju og vínyrkjukona. í 6. lagi huggari og ölmusugjafi allra beiningamanna í Wittenberg. Og í 7. lagi doktorskona, sem á að vera samboðin maka sínum stórfrægum og fæða fjölda gesta af 200 gyllinum á ári.“ Þá hafði Lúter til að svara í spaugi: „Ég get kyrjað ennþá hærra helgisönginn. Ég verð líka að skipta mér í sjö doktora. Ég verð að sýna umburðar- lyndi páfanum, ofsamönnum, fíflunum og múginum. Ég verð daglega að sýna stúdentunum umburðarlyndi, vinnufólkinu mik- ið umburðarlyndi og alveg sérstakt umburðarlyndi Kötu nokk- urri frá Bóra.“ En umburðarlyndið hefir ekki verið eingöngu á hans hlið- Hún hefir ekki síður þurft að taka á því. Þegar ofsinn hljop í Lúter, var erfitt við hann að fást. Þá gat enginn sefað hann eins og hún. Þegar aftur lægði, grét hann stundum hljóðlega, og hún huggaði hann eins og bam. Þegar veikindi og þunglynd1 steðjuðu að, gat hún ein manna friðað hann og glatt. Dag nokkurn kom Lúter í þungbúnasta lagi heim frá háskólafyrir' lestri. Katrín tók á móti honum í skrifstofudyrunum í svört- um sorgarbúningi. Honum hnykkti mjög við og hann spurði- „Hver er nú dáinn?“ „Góður Guð,“ svaraði hún. „Hann hlýtur að vera dáinn, því að annars gæti Marteinn minn ekki verið svona sorgbitinn.“ Þá brosti Lúter og sagði, að aldrei hefði nokkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.