Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 29
ALD ARMINNIN G 95 og gengis. Frú Þóra vel menntuð og hugljúf hverjum manni og bústjórn séra Guðmundar við brugðið. Var frú Þóru það mikill styrkur, meðan hún var öllum ókunn í þessu byggðarlagi, að henni fylgdi að Reykholti fóstur- systir hennar, Halla Pálsdóttir frá Kumbla í Oddahverfi, ásamt annarri ungri stúlku úr Oddahverfi, Hallberu Jóns- dóttur. Urðu þær báðar til eftirbreytni í háttprýði fyrir þau önnur hjú, er þar komu til viðbótar. Á þessum árum hafði séra Guðmundur í mörg horn að líta. Búfénu fjölgaði óðfluga með aðstoð góðra hjúa. Fén- aðarhúsin voru fá og hrörleg, bærinn gamall og gisinn, en kirkjan á fallandi fæti. Allt þurfti viðreisnar og þoldi litla bið. Skipti því miklu máli að fá þá menn til húsagerðar, sem bæði væru smiðir og driffjöður í því, að unnið væri bseði mikið og vel. Hér verð ég að geta tveggja þeirra manna, sem reyndust séra Guðmundi bezt í því að endurreisa hin hrörlegu hús °g auka við nýjum húsum eftir því, sem þörfin krafði. Þá var Erlendur Gunnarsson efnalítill frumbýlingur á Sturlu- reykjum, er síðar varð þar stórbóndi og þjóðkunnur fyrir hagleik sinn og hugvit í sambandi við notkun hveragufu. Allir sveitungar Erlendar vissu þá, að hann var bæði hag- Ur og víkingur til verka. Þennan mikla afkastamann fékk síra Guðmundur til þess að byggja ný beitarhús frá grunni 1 svo kölluðu Norðurlandi, en þar voru þá bæði slægna- °g beitilönd frá Reykholti, sem legið höfðu ónotuð svo tugum ára skipti. Með þessu framtaki jukust möguleikar dl þess að hafa helmingi stærra sauðfjárbú í Reykholti en ella. Blómgaðist líka fjáreignin fljótt og veitti góðan ufrakstur. Þessu til viðbótar hafði séra Guðmundur fimm- hu sauði, um nokkra vetur, á Hrísum í Flókadal og lagði beim til hús og hey, en Plrísabóndinn hirti sauðina bæði 1 húsi og haga. Ég get þessa hér því til sönnunar, að séra Guðmundur var fyrirmyndar bóndi, um leið og hann var fyrirmyndar prestur. Nú var það kirkjan, sem þoldi litla bið. Ekki varð séra

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.