Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 32
98
KIRKJURITIÐ
hönd í bagga með hugsunum mínum. Var þetta mér mikill
skóli á marga grein og hjálpaði á ýmsan hátt við hinu
sjúka sálarástandi mínu. Hann talaði um margt, sem til-
heyrði daglegu lífi, en einkanlega um það, er snerti sterk-
an og einbeittan vilja og trúna á hið góða. Hann sagði oft
sem svo: Trú þú á Guð. Beittu vilja þínum af alefli fyrir
því, sem þú veizt að er rétt og gott. Sterk og einlæg trú
og sterkur vilji leiða þig í gegnum allar þrautir í lífinu.
Og sannarlega þurfti ég oft á lífsleið minni á þessu að
halda.------Á vetrarkvöldum, þegar allt fólkið var við
tóvinnu í baðstofunni, kunni séra Guðmundur allt annað
lag á því að skemmta fólki sínu. Gekk hann þá um gólf
milli rokka og kembulára og skrafaði við fólkið. Gat hann
þá á margan hátt gert að gamni sínu, sagt kímnisögur og
borið upp gátur.“
Svona er bjart yfir minningunni um séra Guðmund í
huga þessa gáfaða, en veiklynda ævintýramanns. Það
myndu öll hjá þeirra Reykholtshjóna hafa sagt, að Tryggvi
legði réttan dóm á þennan fyrirmyndar bæjarbrag.
Ekki er síður vert að minnast þess, hve vel séra Guð-
mundur greiddi veg hjúa sinna, þegar þau hugðu á hjú-
skap og búskap. Stóð hann þar líka vel að vígi, þar sem
hann hafði ábúð kirkjujarðanna í hendi sinni, en þær voru
margar og sumar þeirra í nágrenni við Reykholt.
Ingólfur smiður fastnaði sér Höllu Pálsdóttur, sem áður
er nefnd. Þeim byggði hann góðjörðina Breiðabólstað, Þar
sem þau bjuggu fyrirmyndarbúi til elli. Sigurbirni Björns-
syni, verkstjóra sínum, byggði hann Hrísa í Flókadal; kona
hans var Hallbera, sem getið er hér að framan. Helga
Þorbergssyni, verkstjóra sínum, byggði hann Hægindi-
Þessir þrír bændur komu allir að Reykholti úr Árnessýsln
og voru á líku aldursskeiði. Öllum búnaðist þeim eftir þvú
sem efni stóðu til, og allir nutu þeir hlunnindanna að fa
bújarðir sínar keyptar með gjafverði. En mest um vert
þótti öllu þessu fólki að fá bólfestu í nágrenni við Reyk-
holt, því að við prófastshjónin og börn þeirra hafði allt