Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 33

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 33
ALDARMINNIN G 99 þetta fólk bundið ævilanga tryggð. Ennfremur byggði séra Guðmundur sauðamanni sínum, Sigurði Jónssyni frá Fossa- koti, Grímsstaði hálfa. Þessar ráðstafanir séra Guðmundar minna á landnámsmennina fornu, sem gáfu virktavinum bújarðir í landnámi sínu. Þótt ráðstafanir séra Guðmundar viðvíkjandi bólfestu hjúa sinna yrði þeim happasælar, munu þó heilræði hans °g fræðsla hafa orðið þeim ógleymanlegri, einkum þeim, sem komu til hans ungir eða áður lítt þroskaðir. Nefni ég sérstaklega til þess Björn Gíslason frá Augastöðum og Jó- hannes Sveinsson frá Kletti, en minningarnar um Reyk- holtsheimilið geymdu þeir sem helgidóm í hjarta sínu. Jóhannes býr vestur á Kyrrahafsströnd. Mun hann sá eini, sem er á lífi af öllum þeim hjúum, sem voru hjá séra Guðmundi. Ekki hefur tímalengd eða fjarlægð getað látið hann gleyma Reykholti eða neinu því, sem þar hló við huga hans í æsku, þótt nú sé hann á áttræðisaldri. Um það eru bréf hans gott vitni. Þá varð gestum, á þessum árum, ekki sízt minnileg homan að Reykholti. Kunni séra Guðmundur manna bezt að velja umtalsefni, eftir því sem hann vissi, að hverjum 6inum féll bezt í geð, að því undanskildu, að lastmæli og klúryrði lét hann sér aldrei um munn fara. En vel kveðnar vísur og snilliyrði í ýmsum myndum hafði hann jafnan a hraðbergi. Svo var og um vinabréf hans, að þar birtist skýrast ritlist hans og ást á því, sem bezt hefir verið ort á íslenzku máli. Sjálfur var hann skáld gott, þótt hann vildi ekki bera ljóð sín á borð fyrir fjöldann. Enginn vafi er samt á hví, að mikill fengur þætti nú, að meira væri til bæði í ijóðum og lausu máli að slíku fágæti. Lengi var það svo, að hamingja séra Guðmundar í Reyk- h°lti óx þar með hverju ári. Börnin voru orðin fimm að telu, ljúf og brosmild og elskuð af öllum. En mótlætið bai’ði að dyrum fyrr en líkur stóðu til. Frú Þóra lézt áður eri börn þeirra hjóna voru öll komin af barnsaldri. Og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.