Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 37

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 37
ALDARMINNING 103 í hafið tímans horfna nú hafa síðan flætt. Og frá þeim fyrstu árum og fram á þennan dag hann var með oss á verði að vernda okkar hag. Með sannleik fyrir sjónum að samningsmálum gekk. Hann átti á öllum mótum í öndveginu bekk. Hann kenndi fögur fræði og flutti heilagt mál með ást og trú í anda og eld og kraft í sál, svo hver og einn varð hrifinn og hreyfing kom á blóð, og til var ekkert eyra, sem opið þá ei stóð. Svo geymum vel og virðum hans viturlegu orð, sem miklu fleiri muna en mætast hér við borð. Hann er sá heiðursgestur, sem hjörtu okkar vann og náði sæmd með sigri, því syngjum: Lifi hann. n. Þá vegir skilja vini á ferð, er vill hver annan gleðja, oft stingur sem úr stáli sverð hið stutta orð: að kveðja. Svo máttugt er það eina orð, já, okkur fór að hlýna, er lagt var þetta blað á borð, sem birti ætlun þína.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.