Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 42

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 42
108 KIRKJURITIÐ séra Böðvari og hafði ég aldrei áður komið í skóla eða notið tilsagnar kennara. Þetta var veturna 1916—17 og 1917—18. Námið hófst í nóvember og lauk í marz. Kennt var í tveimur ,,bekkjum“, og allir nemendur voru látnir ganga undir próf tvisvar á vetri. Var það miðsvetrarpróf og vorpróf að fyrirmynd latínuskólans forna. Námsgrein- amar voru þessar: Islenzka, danska, enska, mannkyns- saga, landafræði, náttúrufræði (dýrafræði, jurtafræði og steinafræði) og stærðfræði. Eigi var nemendum skylt að hafa allar þessar námsgreinar undir, heldur gátu þeir notið kennslu í þeim, er þeir völdu, eftir því, sem á stóð. Margir piltanna voru að búa sig undir framhaldsnám, einkum í Sjómannaskólanum, Kennaraskólanum eða Menntaskólan- um, en margir voru þeir líka, sem ekki ætluðu sér annað en að njóta kennslunnar á Hrafnseyri. Margir fóru svo að segja beint frá séra Böðvari og tóku gagnfræðapróf, og ekki veit ég betur en að þeim farnaðist öllum vel, sumum ágætlega. Eftir að ég dvaldist á Hrafnseyri, sótti ég nám til margra kennara. Sumir þeirra voru ágætir, ógleymanlegir menn, en fáir tóku séra Böðvari fram. Ég staðhæfi, að hann var afburða kennari. Hér verður einnig að líta á það, hve mörg og sundurleit fög hann fékkst við að kenna. Hefir hann hlotið að leggja á sig mikla vinnu til undirbúnings kennslunni. Að sjálfsögðu hefir kennslu á framburði a útlendum tungum verið nokkuð ábótavant, enda lærist ekki framburður til hlítar nema með langri dvöl í landi tungunnar. Sömuleiðis voru erfiðleikar á að kenna náttúru- fræði, þar sem skorti öll tæki og söfn. Þó varð hvorugt þetta nemendum séra Böðvars að fótakefli, þegar á reyndi- Séra Böðvar var ágætur stærðfræðingur að eðlisfari og gekk upp í stærðfræðikennslunni með lífi og sál. Sérstök unun var þó að sitja hjá honum íslenzkutímana, enda vai hann snillingur í fornu máli, einkum vísnaskýringum. Séra Böðvar hafði til brunns að bera marga beztu kosti kennara og æskulýðsleiðtoga. Hann var fyrst og fremst

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.