Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 44

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 44
MAGNÚS GUÐMUNDSSON: Starf kirkjunnar fyrir sjúka. Þegar vér lesum frásagnir guðspjallanna um líf og starf Drottins vors Jesú Krists, veitum vér því fljótt athygli, hve annt hann lét sér um sjúka menn. Sögurnar um lækninga- kraftaverk hans eru fjölmargar. Um hann og starf hans var líka sagt: „Hann gekk um kring og græddi alla.“ Hann lét sér ekki nægja að hugsa sjálfur um þá sjúku. Hann lagði lærisveinum sínum þá skyldu á herðar. í því sem öðru áttu þeir að fara að dæmi hans. Þess vegna segir hann við postula sína: „Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda,“ o. s. frv. Og í dæmisögu hans um endur- komu sína segir hann meðal annars, að konungurinn muni ávarpa þá, sem eru honum til hægri hliðar: „Sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín.“ Hvergi leggur hann þó þessa skyldu, að hugsa um hina sjúku, jafn skýrt fyrir áheyrendur sína og í dæmisögunni uffl miskunnsama Samverjann, er hann segir: „Far þú og gjör hið sama.“ Fyrstu lærisveinar frelsarans vissu það og skildu vel, hann hafði falið þeim að lækna og annast þá, er sjúkir voru. í nafni Jesú framkvæma postular hans hvert lækningaundrið öðru dásamlegra. — Hinn fyrsti kristni söfnuður tók að sér að annast þá, er bágt áttu. Líknarstarfið, sem hafið var í Jesú nafni í hinum fyrsta kristna söfnuði, breiddist út meðal annarra kristinna safnaða. Sérhver kristinn söfnuður, sem stofnaður hefir verið, hvar 1 heiminum sem er, hefir tekið líknarstarf á stefnuskrá sína- Kirkja Krists hefir aldrei misst sjónar á hinu heilaga hlutverki, þó að misjafnlega mikil áherzla hafi verið á það lögð, á mis- munandi tímum, og meðal hinna ýmsu kirkjudeilda.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.