Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 45

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 45
STARF KIRKJUNNAR FYRIR SJÚKA 111 Ég er einn þeirra mörgu, sem álíta, að kirkja vor geti gert miklu meira fyrir sjúkt fólk hér hjá oss en hún gerir nú. — Vegna þeirrar skoðunar fór ég að lesa um það starf, sem kirkj- an vinnur í nágrannalöndum vorum á þessu sviði. Af því, sem eg las, sannfærðist ég um, að íslenzka kirkjan getur lært all- rnikið af starfinu í þeim löndum. Ég taldi heppilegast að leita að fyrirmyndum þar, sem kirkjan starfar við lík skilyrði og hér. Á öllum Norðurlöndum eru kirkjurnar þjóðkirkjur og þær tilheyra líka hinni Evangelisk-lúthersku kirkju. Mig langaði því til að kynnast starfinu meir en af lestri bóka. Þess vegna fór ég til Norðurlanda til þess að kynna mér starf þetta. Nú langar mig til að segja dálítið frá starfi þessu, eins og eg kynntist því í för minni í Danmörku og Svíþjóð. Ég byrja á því að lýsa lítillega starfi tveggja danskra stofn- ana, en starf þeirra fannst mér vera til fyrirmyndar. Þessar tvær stofnanir eru: De samvirkende Menighedsplejer og Dia- konisse og Diakon Stiftelserne. Ég vil nefna Menighedsplejeme safnaðahjálpina, Diakonissestiftelserne nefni ég Diakonsystra- stofnanir, og Diakonstiftelseme nefni ég djáknastofnanir. Saga beggja þessara fyrirtækja er mjög merkileg, og starf þeirra verður vart skilið án þess að þekkja sögu þeirra. Éyrsta Diakonissustofnun Dana var stofnuð eftir þýzkri fyrirmynd árið 1863. Aðal fórgöngu að stofnuninni höfðu tvær Lovísur: Lovísa drottning og Lovísa Conring, sem var fyrsta torstöðukonan og mótaði stofnunina og starf hennar. Síðar hættist önnur Diakonissustofnun við, St. Lukasstofnunin, sem stofnuð var árið 1900, mest fyrir forgöngu heimatrúboðsmanna. Báðar þessar stofnanir vinna að því að kenna hjúkrunar- systrum alls konar hjúkrunarstörf. Útskrifa þær lærðar hjúkr- onarkonur, og reka því vel skipulagða hjúkrunarkvennaskóla. Én allt starfið er rekið á biblíulegum grundvelli. Enginn nem- andi er tekinn inn á skóla þessa, nema hann viti með fullri Dssu, að hann hafi fengið ákveðna köllun til líknarstarfa. Að otloknu þriggja ára námi og tveggja ára reynslutímabili sem Jukrunarsystur eru þær vígðar kirkjulegri vígslu sem diakon- issusystur. Strax og komið er að byggingum þeim, sem stofnanir þessar afa reLt> sést, að það sem kristilegt er situr í fyrirrúmi fyrir u oðru. Sérhver stofnun er hverfi margra húsa. Kirkjan er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.