Kirkjuritið - 01.04.1953, Qupperneq 49
STARF KIRKJUNNAR FYRIR SJUKA
115
því að safnaðartilfinningin væri mjög sterk meðal dönsku þjóð-
arinnar.
Fé það, sem safnaðarhjálpin hefir til umráða, er mestmegnis
frjáls samskot. í hverri kirkju er gjafabaukur, og allt fé, sem
1 baukana kemur, rennur til líknarstarfsins.
Eftir því, sem mér skildist, nýtur starf það, sem safnaða-
hjálpin innir af höndum, eins mikillar hylli dönsku þjóðarinnar
eins og starf Sambands íslenzkra berklasjúklinga nýtur hjá oss.
Eins og gefur að skilja eru söfnuðirnir mjög misríkir. Rík-
Ustu söfnuðirnir eru í miðborg Kaupmannahafnar, en þar er
minnst þörf á líknarhjálp. Fátækustu söfnuðimir eru í úthverf-
unum, og þar er hjálparþörfin brýnust. Þess vegna var sam-
band safnaðanna stofnað, svo að þeir ríkari gætu hjálpað þeim
fátækari. Samstarf safnaðahjálparinnar annast nú skiptingu
fjárins. Það hefir einnig stofnsett margar líknarstofnanir, sem
einum söfnuði hefði verið ofvaxið að stofna og starfrækja.
Núverandi forstjóri fyrir ,,De samvirkende Menighedsplejer,
Pastor Westergárd-Madsen, sagði mér, að safnaðahjálpin ann-
nöist stofnanir á 28 stöðum í Kaupmannahöfn, auk þess að
hafa á hendi heimilishjálp og heimilishjúkrun, sem enn væri
aðalstarfið. — Til þess að geta innt af hendi svona umfangs-
mikið starf fær safnaðahjálpin nú styrk bæði frá ríki og borg.
Safnaðahjálpin hefir mæðraheimili, barnahæli, gamalmenna-
hæli og öryrkjahæli. Hún hugsar nær eingöngu um það fólk,
sem ekki fær neinn styrk eða aðstoð frá því opinbera.
Eg kom á gamalmennahæli á vegum safnaðahjálparinnar.
Vistmenn þar voru fólk, sem að mestu leyti gat greitt meðlag
sitt sjálft, og þurfti ekki styrk frá því opinbera. Hið opinbera
hefir reist sín stóru hæli fyrir það fólk, sem það þarf að sjá
Um. og þar er svo þröngt, að þetta fólk hefði ekki getað neina
hælisvist fengið, ef safnaðahjálpin hugsaði ekki um það.
Hrifnastur var ég þó af starfinu fyrir öryrkjana. Ég skoðaði
tvö öryrkjahæli á vegum safnaðahjálparinnar. Á þessum hæl-
Um er öryrkjunum kennd vinna við sitt hæfi. Ég horfði á konu
ema, sem var að knippla. Hún var með svo bæklaðar hendur,
að allir fingur á annarri hendi voru krepptir í lófa, þrír á hinni.
0 hefi ég ekki séð fegurri knipplinga en þá, sem hún vann.
S sa líka unga stúlku, sem var svo fötluð, að hún gat ekki