Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 62

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 62
128 KIRKJURITIÐ Dauði og upprisa eru leikin með siðum og helgum þulum og söngvum. Sá, sem vildi taka þátt í launhelgunum, gerði það í þeim tilgangi að fá að sjá guð. En til þess þurfti að taka ekki aðeins eina, heldur margar vígslur. Hreinsunarsiðir og helgar máltíðir hafa einnig átt sér stað. Allt, sem fram fór, átti að verða manninum hjálp til þess að losna úr fjötrum hins dauðlega líkama og ávinna honum ódauðleika og guðsþekkingu. Eins og guðinn hafði dáið og risið upp, þannig átti maðurinn að deyja og öðlast lífið að nýju. Endurfæðingin er því þekkt hugtak í launhelgunum. Stig af stigi á svo maðurinn eftir að komast nær og nær því að sjá Guð og dýrð hans. Nú langar mig til að nefna eitt dæmi um athafnir frá launhelgunum, sem í raun og veru felur í sér leikræna athöfn. Rómverski rithöfundurinn Apulejus segir frá manni, Luciusi að nafni, sem tekur vígslu í hinum svonefndu Isis- launhelgum. Hann lætur Lucius segja: ,,Ég kom að landa- mærum dauðans, og gekk yfir þröskuld Proserpinu (þ- e- dauðagyðjunnar), og eftir að ég hafði verið leiddur gegn- um allar höfuðskepnurnar, kom ég til baka. Um miðja nótt sá ég sólina skína með ofurbirtu. Ég var látinn nema staðar frammi fyrir guðum undirheima og yfirheima, og tilbað þá augliti til auglitis.“ Frásögnin er lengri en þetta. Af henni má ráða, að við vígsluna eigi Lucius að deyJa og verða síðan nýr maður, endurfæddur til nýs lífs. Leiðm til lífsins lá því um heim dauðans. En með þessari endur- fæðingu fylgir það, að maðurinn er orðinn guð, — sarn' einaður og samrunninn guðdómleikanum sjálfum. Hann skýrir svo frá að lokum: „I hægri hendi minni hélt ég a brennandi blysi, um höfuð mitt hafði ég lýsandi sveig, sem pálmablöðin stefndu út frá, eins og geislar. Þannig stóð ég skrýddur sem sólin, eins og mynd af guði, þe§al tjaldið allt í einu var dregið frá, og augu fjöldans störðu á mig.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.