Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 66

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 66
132 KIRKJURITIÐ sem áhorfendum eru ætlaðar. Þar hefir verið talið, að nálega 15—17 þúsund manns gætu horft á leikinn í einu. Til samanburðar má geta þess, að í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík eru 661 sæti. Er fram liðu stundir, fundu menn þörf fyrir skýli, þar sem leikendur og söngvarar gætu látið fyrir berast, er þeir tóku ekki þátt í leiknum inni á leik- flötinni. Sama sem enginn leiksviðsútbúnaður var notaður, og leiksviðið var alltaf hið sama, hvar svo sem leikurinn átti að gerast. Eftirtektavert er það, að skáldsnillingar Grikkja láta oftast nær hryllilega og átakanlega atburði gerast að tjaldabaki, ef ég má komast þannig að orði um leikhús, þar sem engin tjöld voru notuð. Nú skulum vér reyna að setja oss fyrir hugskotssjónir, hvernig Dionysiosarhátíð hefir farið fram í aðalatriðum á því tímabili, sem hér er um að ræða. 1 fimm eða sex daga taka Aþenubúar sér frí frá nauð- synlegustu skyldustörfum. Búðum er lokað. Iðnaðarmenn leggja frá sér verkfæri sín. Þá fara fram skrúðgöngur, kappleikir, ýmiss konar íþróttir, söngvar og guðsþjónustur. Sjónleikirnir fara fram þrjá síðustu dagana. Á hverjum degi eru sýndir fimm leikir, þar af þrír harmleikir. Al- menningur fylgir þessu með mikilli athygli, því að auk þess, sem þetta er liður í guðsdýrkuninni, vilja menn njóta listaverkanna, og loks stendur fáum á sama um það, hvaða skáld hljóti verðlaunin í það og það sinn. I byrjun hátíða- haldanna ganga leikarar, söngvarar og dansarar í skrúð- göngu, og eru þeir skrýddir hinum furðulegustu búningum- Þá eru fluttar tilkynningar og lesin upp nöfn þátttakenda, fyrst og fremst skáldanna og stuðningsmanna þeirra. En með því á ég við þá menn, sem studdu rithöfundinn fjar' hagslega eða á annan hátt. Slíkur stuðningsmaður hlaut jafnan sinn hlut af frægð skáldsins, því að fengi skáldið verðlaunasveiginn, fékk stuðningsmaður hans einnig sams konar verðlaun. Aþenubúar taka daginn snemma. Undir eins við sólai' upprás hefst helgigangan. Líkneski guðsins er borið

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.