Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 74

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 74
140 KIRKJURITIÐ alltaf. íslenzka listasýningin í Osló fyrir fáum áruni vakti mikla athygli, en ýmsir Norðmenn, sem þangað komu, urðu fyrir vonbrigðum, vegna þess að hinn suðræni svipur hennar duldi of mjög hið íslenzka yfirbragð. En meðvitund þjóðar- innar þarf að vakna fyrir þessu og virðing fyrir því, sem íslenzkt er og þjóðlegt. Fermingarbúningar, sem kirkjan ætti sjálf, mundu kosta söfnuðinn nokkurt fé í fyrstu, en borga sig margfaldlega á skömmum tima, þar eð sömu búningar yrðu notaðir árum saman. Við þessa tilhögun ynnist margt, en einkum tvennt: Fermingarbarnið gengi á þessari hátíðlegu vígslustundu út í lífið undir merki kirkjunnar, og um leið fengi kirkjan tæki- færi til þess að tengjast fastara hinni verðandi íslenzku þjóð. í öðru lagi fengi þessi athöfn, sem er um of með útlendu sniði, yfir sig þjóðlegri blæ, einkenni, sem væru sérstæð fyrir okkar land. Einar M. Jónsson. Frá kirkjulífi Finna. Finnar keppast nú við að endureisa kirkjur sínar, sem hrunið hafa eða skemmzt á stríðsárunum, og nýjar eru byggðar. Lýð- háskólar hafa einnig risið, og vinna þeir kirkjulegt starf. Nem- endur eru frá ýmsum löndum. Diakonissustofnanimar hafu eignazt meiri og betri húsakynni. Og drengjabúðir eru fjöl' sóttar allt árið. Ný sjómannakirkja hefir verið vígð í Hull og prestsseturshús og safnaðahús hafa verið reist. Sérstök fréttastofa hefir verið stofnuð fyrir kirkjuna og veitir hún landsmönnum mikinn fróðleik um starf hennar. Kirkjusöngur eflist, verður bæði almennari og betri. Á síðastliðnu ári hafa þrír doktorar í guðfræði bæzt við, þar á meðal ein kona. Ýmis merk guðfræðirit hafa einnig komið út, m. a. skýringar yfir Markúsarguðspjall, yfir allt Gamla testamentið, kristileg siðfræði, trúarlærdómasaga, kirkjusaga og síðast en ekki sízt hirðisbréf erkibiskupsins nýja, Simojakis- í sambandi við prestafundi hafa loks verið gefin út rit um kirkjumál og trúmál, og hafa sum þeirra vakið hina mestu athygli.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.