Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 77

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 77
S AMTÍNIN GUR 143 3) Taumlaus skemmtanafýsn — íþióttirnar urðu sífellt rudda- legri og meira taugaæsandi. 4) Gífurleg hervæðing og vopnabúnaður gegn erlendum óvin- um, en hinn raunverulegi óvinur var hið innra — úrkynjun fólksins. 5) Hrömun trúarbragðanna. Trúin orðin fánýtt form — út úr lífinu, ófær um að veita fólkinu vegsögu og viðmiðun. * .Áfengið vinnur okkur meira tjón heldur en allir kafbátar ^jóðverja til samans," sagði Lloyd George í heimsstyrjöldinni fyrri. Þó voru Þjóðverjar næstum því búnir að svelta Breta inni með kafbátahernaðinum. * Nokkru eftir áramótin átti Alþýðublaðið samtal við séra Arelíus Níelsson, nýja prestinn í Langholtssókn. Bezt að enda samtíninginn í þetta sinn með nokkrum eftirtektarverðum orð- Urr» þessa áhugasama kennimanns: ~~ — „Ég legg einkum áherzlu á að vinna prestsstörfin Þannig fyrir fólkið, að því sé ljóst, að hér fari fram helgi- athöfn, unnin af sannfæringu og í einlægni, og það hrífist með °g taki þátt í henni. Þegar komið er í kirkjuna, þarf kenni- maðurinn að tala það mál, sem fólkið skilur. Ég á við: Það Þarf að sýna fólki fram á gildi Biblíunnar og kristindómsins fyrir þjóðina í dag; fólki þarf að skiljast, að Biblían er ekki aðeins þúsund ára gömul bók, heldur og læknisbók við mein- semdum þess og vandamálum þjóðarinnar.“ Og séra Árelíus heldur áfram: „Presturinn þarf að haga svo máli sínu, að hverjum finnist sem máli hans sé beint til sín. Prestar þurfa að tala frá sínu Jarta til hjartna annarra. Annars þurfum við prestamir að gera guðsþjónusturnar meira lifandi og áhrifameiri. Prestar Purfa líka, margir hverjir, að nema betur ræðumennsku, og ég vil jafnvel segja, að lélegur ræðuflutningur sé eitt mesta vanda- mál íslenzkra presta í dag. Við verðum að „skreyta11 guðsþjón- Usturnar meir.“ Pannig farast sr. Árelíusi orð, og það er mikið satt í því, sem hann segir. G. Br.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.