Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 82

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 82
148 KIRKJURITIÐ Eirlíkan af séra Friðriki Friðrikssyni er áformað að afhjúpa við Lækjargötu á 85 ára afmælisdegi hans, 25. maí. Hefir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gjört. Séra Friðrik er einn af mestu og beztu mönnum kirkjunnar á íslandi bæði að fornu og nýju, og er þetta gleðilegur vottur þess, hve íslenzka þjóðin elskar hann og dáir. Prófastsfrú Anna Oddbergsdóttir frá Bjarnanesi andaðist á Landakotsspítalanum 6. maí, 59 ára að aldri. Átta alda afmæli erkibiskupsstólsins í Niðarósi. Þess verður minnzt í Niðarósi með miklum hátíðahöldum í lok júlímánaðar, einkum dagana 28.—29. Munu biskupshjón vor taka þátt í hátíðahöldunum. Norrænt bindindisþing í Reykjavík. Eins og skýrt hefir verið frá í blöðum, verður norrænt bind- indisþing haldið í Reykjavík dagana 31. júlí til 6. ágúst í sumar. Þeir, sem vilja taka þátt í þinginu, eiga að tilkynna það til skrifstofu þingsins að Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík. Væntanlega fjölmenna íslenzkir prestar á þingið. Sameiginlegt mót fyrir öll prestafélög Norðurlanda er ákveðið að halda í Gauta- borg dagana 29. júní til 2. júlí. Þar er ætlast til, að fulltrúar frá Prestafélagi íslands flytji ávarp, erindi um fermingu og fermingarundirbúning og aðalframsöguræðu um norræna sam- vinnu. Þeir prestar, sem kynnu að hafa hug á því að sækja mótið af hálfu Prestafélags íslands, eru beðnir að snúa sér til formanns þess, Ásmundar Guðmundssonar. Heimsóknir í skóla. Eins og undanfarin ár komu Bræðralagsmenn í nokkra skóla og fluttu þar erindi og prédikanir. Voru þessar ferðir farnar síðast í marzmánuði og heimsóttir Skógaskóli undir Eyjaf jöll- um, Reykholtsskóli, Akraness og Borgarness skólar. Fyrir ferðunum stóðu biskupinn dr. Sigurgeir Sigurðsson og séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri, en með þeim voru guð- fræðistúdentarnir: Sigurður Haukur Guðjónsson, Ingimar Ingi- marsson, Ólafur Skúlason og Þórir Stephensen. Viðtökur voru hvarvetna hinar beztu og óskað eftir slíkum heimsóknum sem oftast.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.