Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 82

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 82
148 KIRKJURITIÐ Eirlíkan af séra Friðriki Friðrikssyni er áformað að afhjúpa við Lækjargötu á 85 ára afmælisdegi hans, 25. maí. Hefir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gjört. Séra Friðrik er einn af mestu og beztu mönnum kirkjunnar á íslandi bæði að fornu og nýju, og er þetta gleðilegur vottur þess, hve íslenzka þjóðin elskar hann og dáir. Prófastsfrú Anna Oddbergsdóttir frá Bjarnanesi andaðist á Landakotsspítalanum 6. maí, 59 ára að aldri. Átta alda afmæli erkibiskupsstólsins í Niðarósi. Þess verður minnzt í Niðarósi með miklum hátíðahöldum í lok júlímánaðar, einkum dagana 28.—29. Munu biskupshjón vor taka þátt í hátíðahöldunum. Norrænt bindindisþing í Reykjavík. Eins og skýrt hefir verið frá í blöðum, verður norrænt bind- indisþing haldið í Reykjavík dagana 31. júlí til 6. ágúst í sumar. Þeir, sem vilja taka þátt í þinginu, eiga að tilkynna það til skrifstofu þingsins að Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík. Væntanlega fjölmenna íslenzkir prestar á þingið. Sameiginlegt mót fyrir öll prestafélög Norðurlanda er ákveðið að halda í Gauta- borg dagana 29. júní til 2. júlí. Þar er ætlast til, að fulltrúar frá Prestafélagi íslands flytji ávarp, erindi um fermingu og fermingarundirbúning og aðalframsöguræðu um norræna sam- vinnu. Þeir prestar, sem kynnu að hafa hug á því að sækja mótið af hálfu Prestafélags íslands, eru beðnir að snúa sér til formanns þess, Ásmundar Guðmundssonar. Heimsóknir í skóla. Eins og undanfarin ár komu Bræðralagsmenn í nokkra skóla og fluttu þar erindi og prédikanir. Voru þessar ferðir farnar síðast í marzmánuði og heimsóttir Skógaskóli undir Eyjaf jöll- um, Reykholtsskóli, Akraness og Borgarness skólar. Fyrir ferðunum stóðu biskupinn dr. Sigurgeir Sigurðsson og séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri, en með þeim voru guð- fræðistúdentarnir: Sigurður Haukur Guðjónsson, Ingimar Ingi- marsson, Ólafur Skúlason og Þórir Stephensen. Viðtökur voru hvarvetna hinar beztu og óskað eftir slíkum heimsóknum sem oftast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.