Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 6
364
KIRKJURITIÐ
13. Fyrsiir manna
Frón míniu
prestar í Papey austur.
Bækur, krossa,
bænir hjartnæniar
íslandi eflir skildu.
14. Guðs vinir
gunga munu
æ um Islands byggðir.
„Fagrir eru
l’riðarboðans
fætur á fjallastígum.“
15. Brim hljóðnar,
björg falla,
deyja hin gulliiu grös.
Predikar enn
prestur Guðs
sannleik, er sífellt lifir.
16. Þökkum Drottni
þjóðar kirkju
orð lians á íslands tungu.
Lifi Kristur,
lifi sannleikur
mannkyns í hugarlieimi.
Jakob Jónsson,
Innlendar fréttir.
Prestsvígsla.
Hinn 26. september síðastliðinn vigði biskup Islands Stefán
Lárusson cand. theol., settan prest að Stað í Grunnavík. Hann
mun fyrst um sinn sitja í Bolungarvík og þjóna jafnframt fyi’ir
séra Þorberg Kristjánsson.
Séra Sváfnir Sveinhjarnarson
á Kálfafellsstað hefir verið settur prófastur í Austur-Skafta-
fellsprófastsdæmi.