Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 39
SÉRA EIRÍKUR HELGASON
397
væru yfirgripsmikil, þá gaf hann sér þó góðan tima til
að sinna margs konar trúnaðarstörfum, sem honum voru
falin, og yfirleitt má segja, að hann hafi látið öll menn-
mgar- og framfaramál sýslunnar mikið til sín taka. —
Betri kjör fyrir bróðurinn, — meiri birta og farsæld í tím-
anlegum og andlegum skilningi, var hin vængjaða þrá,
sem gaf honum þróttinn til þess að starfa og standast, þó
að stundum blési svalt á móti, og fegurstu vonirnar næðu
ekki alltaf fram að ganga. — Og hins ber heldur ekki að
^yljast, að með Guðs og góðra manna hjálp fékk hann
mörgu góðu til vegar komið.
Ein hin mesta gæfa hvers manns í þessu lífi er að eiga
gott heimili. Og þeirrar gæfu varð séra Eiríkur aðnjótandi
í ríkum mæli. Anna kona hans var honum samhent í
flestu, enda var hjónaband þeirra og samlif allt sem fagur
sólskinsdagur, eða þannig leit hann að minnsta kosti sjálf-
11 r á, þegar hann horfði um öxl yfir liðna tíð. — En þó
að oftast væri bjart á þeirri samleið, þá skyggði þó hastar-
fega yfir á stundum. En dimmastur var þó dagurinn sá,
Þegar elzta dóttir þeirra, Ingibjörg, dó, aðeins 12 ára að
aldri.
önnur börn þeirra hjóna eru Helgi, Oddbergur, Kristín
°g Ingibjörg.
Um heimilislífið mætti vissulega segja margt fagurt,
t>ó að slíkt verði ekki rakið hér.
En svo, þegar árin liðu, þá tók að skyggja yfir. Anna
hafði lengi gengið með ólæknandi sjúkdóm, — og svo fór,
hegar hún á síðastliðnu ári fór suður til Reykjavíkur til
Þess að leita sér einhverra lækninga, að hún kom ekki
heim aftur lifandi úr þeirri för. Hún lézt 6. maí árið 1953.
Hinum þunga eiginkonumissi tók séra Eiríkur með karl-
'Aennsku og trú. Hann trúði því, að „hvort sem vér lifum
eða deyjum, þá erum vér Drottins". Yfir farinn veg leit
hann í hljóðri og helgri þökk, — og með fögnuði horfði
hann fram til endurfundanna. Hann bjóst að vísu ekki við,