Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 51

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 51
Jóhann Jóhannsson íimmtugur, Jóhann Jóhannsson skólastjóri. Jóhann Jóhannsson skólastjóri á Siglufiröi er fæddur 7. nóvember 1904 að Halldórsstöðum í Eyja- firði. Voru foreldrar hans Jóhann Sigurðsson, bóndi á Arnarstöðum, °g kona hans Stefanía Sigtryggs- dóttir. Hann tók stúdentspróf í Mennta- skóla Akureyrar 1930 og guðfræði- Próf í Háskólanum 1935, en hafði þá ári fyrr lokið kennaraprófi í Kennaraskólanum. Veturinn 1937 —38 dvaldi hann í Svíþjóð og sótti kennslu í kirkjusögu við Uppsala- háskóla. Jóhann hafði, áður en hann fór utan, verið settur kennari í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og var skipaður kennari þar, er hann kom heim, 1937. Skólastjóri þess skóla hefir hann verið nú um 10 ára skeið, frá 1944. Kona hans er Aðalheiður Halldórsdóttir frá Bakkaseli í Öxna- dal og eiga þau einn son og tvær dætur. Þó að kirkjunni hljóti jafnan að vera eftirsjá í slíkum hæfi- leikamönnum sem Jóhanni, er það þó bót í máli, að stjórn mikilla menntastofnana er einnig mikilsverður þáttur í því starfi, sem kirkjan vinnur, og er vonandi að prestar megi í raun og veru telja hann í sínum hópi. Kirkjuritið árnar honum heilla, nú þegar hann heldur út á Það skeið æfinnar, sem oft verður, fyrir vaxandi lífsreynslu, árangursríkast. M.J. 27

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.